Úúúúúffff

Mánudagar… hvað getur maður sagt? Einstaklega erfiðir dagar. Var að keppa í gær. Töpuðum einu sinni enn, hvað annað, enda erum við stapilt lið sem öruggt er að tippa á. En tapið í gær var öðruvísi en önnur töp. Það voru áhorfendur á pöllunum sem voru actually að styðja okkur. Boðið var uppá flugeldasýningu og reyksprengjur í hálfleik og FC FIST voru fyrir vikið allt annað lið en sést hefur í undanförnum leikjum. Uppfullir af sjálfstrausti og börðust eins og grenjandi ljón allan tímann. Komumst í 1-0 fljótlega en eins og svo oft áður var það úthaldið sem var að klikka. Geirfuglarnir svöruðu með fjórum mörkum og unnu 4-1. Tommi átti aukaspyrnu út við stöng sem markvörðurinn þeirra rétt náði að verja (helvískur). En annars var þetta skemmtilegur leikur þó að úrslitin hafi ekki verið uppá sitt besta. En við ættum nú að vera vanir því. Nú er aðeins einn leikur eftir sem verður næsta sunnudag þar sem við mætum hunangstunglinu í leik sem skiptir engu máli. Hvet fólk til að mæta kl 5 næsta sunnudag.

Þangað til næst……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s