Jæja, fríkí frædei í dag. Það er nú meiri klósettsetuhelgin framundan. Fáir sem komu með uppástungur í kommentakerfið um hinn tilvonandi mótorhjólaklúbb.
En nóg um það, best að reyna að henda upp smá skúbbi sem mér hefur áskotnast í vikunni.
Heyrst hefur……
að Júlli Jobba hafi fengið sykursjokk og farið í blakkát í 45 klst.
Júlli var steinhissa þegar hann vaknaði heima hjá Leoncie
að Big Goj hafi orðið frekar foj á því þegar Tomminn bað hann um peninga.
Big Goj og Tomminn eru hér að ræða um lán á 150 kr
að Laugi Mjónasi hafi skellt sér á Demolition Derby á dögunum þar sem hann horfði sorgmæddur á VW Polo klessubílakeppni
Laugi er hér að sjá 97 árg af Polo verða að kleinu
að Íslenska landsliðið í Grashoppi hafi staðið sig afskaplega vel í heimsmeistaramóti lamaðra á dögunum.
að Signý Soffa hafi hannað vél sem framleiðir rafmagn til að knýja nýja laptoppinn sinn áfram.
Signý er hér að reyna að opna Oulook Express
að Maggi Jobba hafi heldur betur slegið góðann díl þegar hann keypti forláta Triumph hjól árg 64″ á 980 þús um daginn
Maggi er hér stoltur nýbúinn að skrifa undir afsalið
að Soffi magnifico hafi sagt Magga Jobba skrýtlu, sem verður að teljast athyglisvert í því ljósi að Soffi er afskaplega alvarlegur maður.
að nýjasta séð og heyrt parið sé Karate Kid og Corky
að Sögustund með Tomma sé afar vinsælt hjá fólki þessa dagna. Kemur af því tilefni út DVD diskur með smellnum sögum fljótlega.
Big Goj hlustar hér af mikilli athygli á söguna um Randver grís
að Laugi Jónasar hafi á dögunum vaknað upp við vondann draum þegar hann fattaði að hann hafði ekki farið í klippingu í 5 mánuði.
Laugi var umsvifalaust rekinn úr hnakkaklúbbi íslands
að Steini Jobba sé orðinn forfallinn maltisti því eina sem drengurinn vill drekka er Malt.
Hérna er Steini að sporðrenna fjórtándu maltflöskunni í röð
að þilfarinu á Grundfirðing hafi verið breytt í dansgólf um síðustu helgi þar sem að margt var um manninn og mörg sporin tekin.
Hérna eru tveir af hásetunum á Grunda í feikna fjöri
að Kokkurinn á Grunda hafi á dögunum kokkað gamlann marbendil sem festist í skrúfunni hjá þeim
Hérna bullar og kraumar í öllu hjá Logninu
að nýjasta tíska í lífrænum höfuðfatnaði sé að slá í gegn
Þessi var stoltur með nýja krabbahattinn sinn
að Haraldur hárfagri og Siddi Súpa hafi á dögunum handsalað samning þess efnis að ef hvorugur þeirra væri giftur um fimmtugt þá ætli þeir að giftast hvor öðrum
Reyndar voru drengirnir vel við skál þegar samningarnir voru handsalaðir
Jæja, þetta er orðið gott í bili. Vill hrósa Logninu fyrir að fjárfesta í nýrri myndavél og fyrir að vera duglegur að taka myndir.
Haldið svo áfram að koma með uppástungur á nýja mótorhjólaklúbbinn.
Þangað til næst……
Helv… er fyndið hjá þér að vera með föstudagsslúður, sérstaklega gaman að sjá einhvern sem maður þekkir, sem sagt Goj 🙂