Tommi two times

Helgin nálgast, slúðrið nálgast. Bent nálgast… ha???

Tomminn fór illa að ráði sínu í gær. Kom heim úr vinnunni kl rúmlega sex og hitti þar fyrir 2 sjúklinga misjafnlega vel á sig komna. Þá langaði Tomma svo rosalega að fara á hjólið því Vigginn var á svæðinu. Lofa hálfpartinn Rúnu að vera snöggur og koma svo aftur og borða með henni, barnsleg gleðin skein úr andlitinu á mér þegar ég galla mig upp, gríp hjálminn og hleyp út. Það leið nú ekki langur tími þangað til hungrið fór að sverfa að hjá gamla og þannig fór að við Viggi ákváðum bara að skella okkur á Pítuna til að snæða. Ekki var ég að spá mikið í það þá en Rúna var allan tímann að bíða heima, að drepast úr hungri eftir að ég kæmi svo hún gæti borðað með mér. En á meðan var ég bara að belgja mig út á Pítunni í góðum gír. Svo loksins þegar ég álpast heim um 10 leytið finn ég eitt stk Rúnu alveg pissed í stofunni. Gúlp. Nú voru góð ráð dýr en að sjálfsögðu reddast alltaf allt einhvernveginn.
Þannig fer að fljótlega eftir að ég kom heim þá hringir Ninni og vill koma í heimsókn. Ég leyfi það með einu skilyrði… að hann komi með fæði fyrir brjáluðu konuna. Hann gerir það og kemur svo með einn Nonna sem Rúna slafrar í sig með bestu list. Allt er gott sem endar vel ehaggi???

Annars er komið internet á hringbrautina og hægt er að komast á netið þar en bara ekki þráðlaust. Þarf aðeins að fá aðstoð fróðari manna við þetta helvíti og þá ætti þetta að hafast.

Svavar Áslaugs…. hvað er hægt að segja um þennan mann sem ekki hefur verið sagt áður? Haldiði bara að kallinn hafi ekki rokið til í gær í einhverju stundarbrjálæði og keypt sér nýjann bíl. Ekki bara einhvern venjulegan bíl neeeeii. Heldur enn eina Imprezuna 200+ hestöfl og alles. Uuuusss flottur bíll og allt það en kommon Svavar.

Jæja, bolti í kvöld. Spurning um að fara og svitna kvefinu úr sér aight.

Þangað til næst……

2 thoughts on “Tommi two times

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s