Nú er komið svo að Tommi er orðinn tveggja barna faðir í Hafnarfirðinum. Svona er dagur Tommans núna:
05:37. vakna við að yngri drengurinn skríður upp í rúm
06:21. vakna aftur því einhver var þyrstur og þurfti að pissa
07:30. vakna við vekjaraklukkuna geisp
08:00. skutla litla á leikskólann
08:30. henda eldri guttanum í pössun og drífa sig í vinnuna
09:00-18:00. vinna
18:27. koma heim og elda matinn
18:28. þurrka upp mjólk sem helltist niður
18:29. kveikja á vidjóinu og skella Bubba byggi í tækið
18:42. gefa liðinu að éta… ofnhituð ömmupizza verður fyrir valinu
18:54. reyna að sjá íþróttafréttirnar á stöð 2… gengur ekki
19:41. vonast eftir að yngri guttinn sé að verða þreyttur
20:14. enn að vonast
21:08. þurrka upp appesínusafa af stofugólfinu
21:19. reyna að ná bráðnaðri karamellu úr buxunum mínum
21:23. yngri loksins sofnaður
21:28. lesa fyrir eldri guttann. Stöngin inn verður fyrir valinu kafli-7
21:58. Loksins sofnaður…. quality time með konunni framundan úúújeee
21:59. kemst að því mér til skelfingar að konan er sofnuð
22:00. stíg ofaní pissubleiu á leiðinni út úr svefnherberginu
22:03. fara í sturtu og skipta um föt
22:29. litli vaknar og vill drekka
22:49. loksins sofnar hann aftur
22:51. læðast læðast læðast, stíg á lítinn leikfangabíl berfættur með tilheyrandi öskrum og óhljóðum, vek alla í húsinu DOH.
23:47. loksins allir sofnaðir aftur.
23:57. skríð örþreyttur upp í rúm til konunnar sem neitar að láta mig hafa hluta af sænginni
23:59. reyni að sofna vafinn inn í brúnt bambateppi með hausinn á sófapullu… góða nótt
Dabbi… æ fíl jú pein
Þangað til næst…..
Bwa ha ha ha… I was there og mér sýnist þú vera setja þig í mitt hlutverk…
Flottur Tommi, bara byrjaður með fimmtudagsslúður líka!!!
He he he! Láttu ekki svona, þetta er bara stemming
bara eina mínútu að elda matinn, það kalla ég gott!
That´s life, Tommi minn !!!