Rigningarsuddafokkingmánudagshelvíti
Leiðinda veður, leiðinda dagur, leiðinda árstíð og leiðinda kjötsúpa
Fórum vestur ég og lufsan um helgina og tókum frk E.E með okkur. Það er nú eiginlega ævintýri útaf fyrir sig að ferðast með frk E.E og taka hana með sér á staði. Frk E.E er skemmtilegur ferðafélagi. T.d er frk E.E einstaklega hrædd við hunda þó að hún sé komin vel á þrítugsaldurinn. Ég og Rúna fórum heim til mömmu þar sem eru 2 litlir sætir dúllu hundar. Ég geng fyrstur inn um hurðina og á eftir fylgir Rúna og svo frk E.E. Hundarnir byrja að gelta á frk E.E og aumingja frk E.E fær þetta líka litla sjokk. Grípur þéttingsfast í Rúnu og felur sig á bak við hana og í leiðinni rekur hún hausinn í vegginn og fær kúlu. Svo er frk E.E alveg eins og kleina á meðan á heimsókninni stendur. Ég gat bara ekki hætt að hlæja að henni, þetta var allt of fyndið.
Set myndir inn við fyrsta tækifæri hehehe.
Þangað til næst……