Broken

Þar kom að því að kallinn slasaði sig af einhverri alvöru í boltanum. Í gærkvöldi fór maðurinn eldhress í bolta upp í Fylkishöll, klæddi mig í fótboltagallann grunlaus um að 43 mín síðar þá yrði ég emjandi af sársauka á sama stað.

Þannig var að Tomminn var orðinn frekar æstur eins og svo oft áður og í þessu tilfelli ætlaði hinn ógurlegi Tommi að vera á undan í boltann þegar hitt liðið var í skyndisókn. Boltinn kemur skoppandi í mannhæð og Tomminn hoppar upp í þeim tilgangi að pota tánni í boltann áður en andstæðingurinn sem var að koma æðandi myndi ná að skalla boltann. Tomminn hoppar upp eins og áður sagði og á sama tíma kemur andstæðingurinn askvaðandi, við lendum saman og þar sem að Tomminn var í loftinu þá gat hann enga björg sér veitt og snar snerist í loftinu og kem svona líka helvíti illa niður. Lendi ofan á vinstri hendinni á mér og brýt á mér úlnliðinn.

Sjokkið sem kom þegar ég stóð upp og sá hendina á mér var svakalegt. Og ekki hjálpaði að sjá andlitin á strákunum. Uuuuussss þeir voru liggur við fölari en ég. Mér var ýtt náfölum inn í búningsklefa þar sem ég gat látið kalda vatnið renna yfir hendina, sem var augljóslega brotin því að það var ágætis slinkur á henni.
Atli B og L kappi þeyttist í sturtu og skutlaði mér svo beint niður á bráðamóttöku. Þegar þangað var komið þá fór ég bara í röðina eins og sönnum heiðursmanni sæmir en þegar hjúkkan í móttökunni sá mig þá fékk maður nú sérstaka flýtimeðferð. Mér var vísað inn þar sem að var fullt af liði í hvítum sloppum sem göptu af undrun og hrylling þegar maður labbaði framhjá, ekkert voðalega traustvekjandi fyrir mig, maður var farinn að sjá fyrir sér að missa hendina hreinlega.
Svo er manni sagt að leggjast á bekk og þar fékk kallinn bara 5 ml af morfíni beint í æð. Eftir það varð allt voðalega fínt bara. Mér var ýtt inn í einhverja stofu þar sem að brotið var gegnumlýst, fyrir mér leit þetta ekkert rosalega vel út þar sem að úlnliðskúlan var fyrir ofan beinið en ekki þar sem að maður hafði lært í líffræði í 6 bekk. En læknirinn var voða sáttur og sagði að þetta væri ekki svona slæmt. Enda var mér skítsama… ég var á morfíni.

Svo fer læknirinn að deyfa brotið, hann stingur einhverri meters nál á kaf í bólguna og ég fann hvernig hann potaði nálinni nokkrum sinnum í beinið þangað til hann komst á milli beinanna til að deyfa. Aaaah næs, sársaukinn minnkaði. Svo var ég sendur upp í röntgen þar sem brotið var myndað. Þegar það var búið skoðaði læknirinn myndirnar og svo tók helvíti við.

“Þú finnur aðeins til” sagði doksi, AÐEINS MÆ ES. Þetta var versti fokking sársauki sem ég hef fundið. Eitt stk læknanemi hélt hendinni við olnboga, eitt stk hjúkka stendur hinumegin við rúmið og segir mér að slaka á (je ræt) og læknirinn togar og togar í fokkin brotið til að laga það til og þetta voru engin smá átök, gæinn þurfti að halla sér aftur og beita líkamsþunganum við að toga. Þegar þessu helvíti var lokið var maður gipsaður, sendur í röntgen aftur til að sjá hvort þetta væri ekki rétt og gengið frá gipsinu. Svo fékk maðu 4 parkodin forte í nesti og lyfseðil upp á fleiri.

Í dag er maður sárkvalinn og uppdópaður. Ef einhver á morfín sem hann má missa þá væri það vel þegið.

Þangað til næst……

9 thoughts on “Broken

  1. Æi kallkvölin…. vona að þú hafir það gott…. kanski eins gott fyrir mig að ég tók ekki boði þínu í gær að mæta í bolta…..:)

  2. Æ Æ gamli kallinn, núna er ég loksins kominn heim að hjúkra þér eftir að hafa heyrt sársaukaveinin austur á land í tvo daga. Þetta grær áður en þú giftir þig, old man 😉

  3. Þetta grær áður en þú giftir þig? er þetta öll samúðin sem þú ætlar að veita manninum? þú veist að kvennmannstár eru græðandi, þú ættir að fella nokkur á brotið.

    Aldrei þessu vant var ekki einu sinni fyndið að lesa um hrakfarir þínar Tómas, mér finnst að þú eigir að fá allt það morfín sem þú getur í þig troðið… 🙂

  4. ohhjj… veistu án djóks, þá hvíttnaði ég upp við að lesa þetta. Býður svo við svona sögum uss… sá Þetta allt fyrir mér og var bara heppin að steinliggja ekki bara á skólagólfinu uss…

    Láttu þér batna!!!

  5. Bíddu, hvar eru myndirnar??? Mér finnst nú helv… slappt að koma með svona sögu og ekki ein mynd af þessu. Maðurinn sem fer heim eftir fótbolta og daginn eftir eru 20 myndir af einhverjum marblettum. Ertu alveg viss um að þú hafir ekki fengið þessi meiðsli þegar þú varst í CM og dúndraðir hendinni í tölvuborðið þegar þú tapaðir úrslitaleiknum í FA Cup eða eitthvað álíka?

  6. hehehe, þú ert sá eini sem dytti í hug að rústa á sér úllliðnum bara til að auka commentin á síðunni.
    Respekkt frm da hómí westside.

  7. Þú átt samúð mína alla Tommi!!!

    og svo held ég að það sé ekkert blogg á næstunni sökum meiðsla. Þú verður bara að hætta í þessum fótbolta, ég hef marg oft sagt að íþróttir eru hættulegar.

    En svo við horfum á björtu hliðarnar, þá hafa nokkrir nennt að kommenta hjá þér núna.

    samúðarkveðja úr sveitinni

    Lognið

Leave a reply to Rúna gella Cancel reply