Undarlegt

Það er erfitt að útskýra tilfinninguna þegar maður horfir á hluta af sjálfum sér á tölvuskjá inni á læknastofu í fyrsta skiptið. Maður fyllist einhverri undarlegri lotningu gagnvart lífinu. Ég meina… þegar maður horfir á eitthvað fyrirbæri sem læknirinn útskýrir sem 2 cm kraftaverk sem á eftir að verða að barni… mínu barni. Maður getur ekki annað en verið svolítið hræddur. En hræðslan breittist fljótt í lotningu gagnvart lífinu og ég labbaði klökkur út haldandi á mynd af þessu fyrirbæri.

Þeir sem ekki hafa áttað sig á því nú þegar að þá er hún Rúna mín ólétt. Komin 3 mánuði á leið. Allt að gerast hjá gamla. Loksins segja sumir.

Vorum fyrir vestan um helgina til að tilkynna familíunni tíðindin. Allir voða happy með þetta. Svo er bara að vona að allt gangi vel með þetta. Hringi væntanlega í restina af ættingjunum á morgun og læt vita.

Eníveis þá er þetta gott í bili.

Þangað til næst……

16 thoughts on “Undarlegt

 1. Má ég vera fyrst til að gratúlera ykkur krakkaormana,hvenær urðuð þið eiginlega fullorðin???

 2. Til lukku!! Þetta vekur reyndar upp spurningar, hvað varð um þetta dæmi með Hafnarfjarðarpössunina? “Besta getnaðarvörn sem hægt er” sögðu sumir ónefndir. Sú getnaðarvörn hefur sennilega komið of seint.

  Tommi 30.sept. 04: Dabbi… æ fíl jú pein

  En hey, batnandi mönnum er best að lifa og það er ekkert að marka að vera að dúllast með annarra manna gríslinga. Þetta verður bara fjör!

  Kornkveðjur

 3. Úff, annar ruglukollur????

  En nei, annars INNILEGA TIL HAMINGJU!!! Þið verðið örugglega bæði frábærir foreldrar!!!
  A.m.k. gengur Rúnu ágætlega að temja þig!!!

 4. Hæ!
  Innilegar hamingjuóskir!!
  Líði Rúnu og bumbubúanum sem allra allra best 😀 …já og þér líka!!

  *KnúZ!*&*Kossar!*
  já og aftur Til hamingju 🙂

  Guðný Þóra

 5. Innilega til hamingju með litla United-bumbubúann og gangi ykkur ÖLLUM sem allra best. Knús og kossar á línuna :o*

 6. ég frétti þetta síðast og missti andann! Til HAMINGJU elsku Tommi. Mér finnst þetta æðislegt og þér greinilega líka:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s