Föstudagskvöld…. Ísfokkingkallt úti. Það mætti halda að maður væri aftur kominn norður fjandinn hafi það. Þetta er ekki eðlilegt svona í nóvember. Maður var alveg farinn að venjast þessum veturlausu tímum þegar haustið var fram í janúar og vorið kom í mars. Eeeeen neeeeiiiii auðvitað þarf að koma bruna gaddur svo að aumingja Tommi litli þarf að blása inní læsinguna á bílhræinu á hverjum morgni sem endar yfirleitt á því að Tomminn festir sínar þykku varir á bílhurðinni þangað til einhver góðhjartaður aumkvar sér yfir hann og kemur með heitt vatn. Aumingja Tommi þarf að vera útúr dúðaður að skafa hrímið af bílrúðunni með gamalli kasettu með Haraldi í Skríplalandi á hverjum morgni. Aumingja Tommi þarf að keyra í 10 mínútur þangað til miðstöðin í bílnum tekur við sér en þá er Tommi yfirleitt kominn á leiðarenda. Ekki meira svona takk.
Eitthvað hefur brotna hönd Tommans vaxið asnalega saman því hún er rammskökk. Mér líst bara ekkert á þetta. Fer aftur til læknis í des og læt kíkja á þetta.
Pólífónískir hringitónar er málið.
Þangað til næst…….