Gaman í dag

Já góðir hálsar, það er gott að vera Tommi í dag. Ástæðurnar eru margþættar en þær helstu eru eftirfarandi:

1. Við Rúna vorum í 20 vikna sónar og allt er eins og það á að vera hjá litla bumbubúanum okkar.

2. Manchester United vann Liverpool á Anfield, þriðji útisigurinn í röð hjá United.

3. Arsenal tapaði fyrir Bolton og nú munar aðeins einu stigi á Arse og Man Jú

4. Rúna er komin með sætustu bumbu í heimi.

5. Greiðslumatið mitt er að renna þrautalaust í gegn og væntanlega göngum við frá íbúðarkaupum í vikunni.

6. Ég er búinn að fá vilyrði fyrir tveim miðum á leik Man Jú og Portsmáþ á Old Trafford þann 26 feb

7. Ég er á leiðinni til útlanda very very soon 😀 London baby

Tomminn er sáttur þrátt fyrir smá piff vesen með bílinn. Raggi er búinn að vera duglegur að redda mér fari í vinnuna og svo er Jobbi mættur í bæinn til að gera við.

Takk fyrir mig.

Þangað til næst……

9 thoughts on “Gaman í dag

  1. Ég gleymi að óska ykkur til hamingju með bumbubúann – til lukku með þetta allt saman og gangi ykkur nú vel 😉
    ps. það er GOTT að búa í Grafarvogi…
    kv. ACB
    (ég er svo mikill lúði að ég er ekki með heimasíðu, nota síðuna hennar Ellýar sys. í staðin 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s