Já góðir hálsar, það er gott að vera Tommi í dag. Ástæðurnar eru margþættar en þær helstu eru eftirfarandi:
1. Við Rúna vorum í 20 vikna sónar og allt er eins og það á að vera hjá litla bumbubúanum okkar.
2. Manchester United vann Liverpool á Anfield, þriðji útisigurinn í röð hjá United.
3. Arsenal tapaði fyrir Bolton og nú munar aðeins einu stigi á Arse og Man Jú
4. Rúna er komin með sætustu bumbu í heimi.
5. Greiðslumatið mitt er að renna þrautalaust í gegn og væntanlega göngum við frá íbúðarkaupum í vikunni.
6. Ég er búinn að fá vilyrði fyrir tveim miðum á leik Man Jú og Portsmáþ á Old Trafford þann 26 feb
7. Ég er á leiðinni til útlanda very very soon 😀 London baby
Tomminn er sáttur þrátt fyrir smá piff vesen með bílinn. Raggi er búinn að vera duglegur að redda mér fari í vinnuna og svo er Jobbi mættur í bæinn til að gera við.
Takk fyrir mig.
Þangað til næst……
Er þetta kommentadót byrjað að virka??
jamm
Til hamingju með þetta allt saman, sérstaklega þó bumbubúann, ómýgod, erum við orðin fullorðin eða hvað 🙂
Til hamingju með lífið, maður tárfellir hérna nánast, þetta er allt svo fallegt…
Svona svona Dabbi minn, tárfelliru yfir textanum eða yfir því hversu skelfilega nágranna þú ert að fá???
Ohh en sætt folinn minn, þetta geturðu 😉
Áfram ÍR?
Auðvitað er það áfram ÍR! Hvernig spyrðu!!!!
Ég gleymi að óska ykkur til hamingju með bumbubúann – til lukku með þetta allt saman og gangi ykkur nú vel 😉
ps. það er GOTT að búa í Grafarvogi…
kv. ACB
(ég er svo mikill lúði að ég er ekki með heimasíðu, nota síðuna hennar Ellýar sys. í staðin 😉