Heimska

Í dag gerði ég svolítið aulalegt. Málið var að ég og Rúna mín vorum úti í hádeginu á Ruby Tuesday. Ég lagði Súbbanum hans pabba í stæði fyrir utan rétt hjá rauðu ljósunum. Svo þegar við vorum búin að borða þá röltum við í bílinn eins og lög gera ráð fyrir. Settist inn og setti í gang. Svolítil móða á rúðunum og lélegt skyggni. Svo byrja ég að bakka út úr stæðinu og sé að bíll sem er að koma stoppar eins og hann ætli að hleypa mér. En viti menn, þá er annar asnalegur bíll beint fyrir aftan að bíða á rauðu ljósi og að sjálfsögðu dúnkaði ég beint á hann eins og sönnum aula sæmir.
Ekki var nú upplitið bjart á manni þegar ég steig út úr bílnum og sá að ég hafði dúnkað á AUDI A6 árg 2005… FOKK.
Þá var þetta einhver prestur að reynsluaka bíl frá Heklu. (Hafa prestar efni á svona?)
Þetta var nú samt voðalega lítið, það kom smá beygla fyrir ofan afturhjólið á Audinum en ekkert sást á Súbbanum góða. Fyllti út tjónaskýrslu og dreif mig í vinnuna.
Hérna koma hlutir sem ég ætla að kenna um:
Heimska rauða ljós fyrir að vera rautt.
Heimski bíll sem þóttist ætla að hleypa mér.
Heimska móða á rúðunum.
Heimski Tommi að gá ekki betur að sér.
Tjah, já kannski var þetta bara heimski Tommi en svona er þetta bara.

Jæja þetta fer að verða gott en ég lofa að fljótlega kemur slúður, vonandi um helgina en ég er annars að fara að keppa á morgun með FC Fist.

Og já, eitt enn. Til hamingju með afmælið og bílprófið Gústi minn. (sjá síðasta blogg hér fyrir neðan).

Þangað til næst…….

2 thoughts on “Heimska

  1. JAHJHSKJADHKSJDKSHDJSZJKZNM KZJXKZJHKXZJHXK MZhjxZHK JKJXLKJKLJCKKDL MSJKJLJM KSJODSKLN SNKSIDKLSJM MXJCODASIKDJFKDHFUID MHM JDJ JIU

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s