Já fóks. Ég skrapp uppí Borgarfjörð í gær. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar mótorhjólagengið “Dvergvaxnir að neðan” sameinaðist á ný eftir margra mánaða aðskilnað vegna bilana og slyddu. Viggi “Dvergvaxinn að neðan#1” kom úr Grundarfirði en ég Tommi “Dvergvaxinn að neðan#2” kom úr Reykjavík og vorum við búnir að mæla okkur mót í Hyrnunni. Þegar við hittumst þar, felldum nokkur tár og fengum okku pepsi max brunuðum við svo í Bauluna og létum Sigrúnu frænku skella nokkrum rollum á grillið og gefa okkur að éta. Því næst voru það Hofstaðir í heimsókn til Kibba “Raftar#33” og svo næst í bæinn.
Nú er betri tíð í vændum með bensín í haga og hjálm á hausnum. Ég meira að segja missti af fótboltaæfingu út af þessum miklu fagnaðarfundum.
Þangað til næst….
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst nafnið á mótorhjólaklúbbnum hans Kibba bera með sér örlítið meiri reisn og karlmennsku!
Neinei… Láttekki sona Rúna mín!! Ég get ekki beðið eftir að verða dvergvaxinn að neðan #3.. Baaara töff.
Ég hélt þú værir dvergvaxinn að neðan… bara spurning um tölur! 😉
já spurning um tölur, af hverju þarf ég að vera dvergvaxinn að neðan no.1 aaaaaaaaarrrrrrgggggg þetta er fyrsta mál á dagskrá hjá klúbbnum þegar hann heldur fund