Jeeeeeeessss

Þessi langi vinnudagur er loksins að verða búinn. Það er svo lítið að gera hérna að það er ekki einusinni fyndið.

Fótboltaæfing í kvöld hjá hinu stórmerkilega liði Vatnsbera og öllum velkomið að mæta niður í Safamýri að berja stjörnurnar augum kl 22:00 í kvöld. En fyrst verður það leikur Lifrapolls og Chel$ki í beinni. Ingi vinnufélagi er búinn að veðja við Ásgeir sölustjóra um að ef Lifrapollurinn dettur út þá mætir Ingi í kjól í vinnuna á föstudaginn og svo öfugt. Þannig að ef Chelsea vinnur þá hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að mæta niður í verslun EJS á föstudagsmorguninn og sjá Inga í kjól að afgreiða. Hann þarf bara að klæðast kjólnum fram að hádegi þannig að mætið tímanlega. Nú hinsvegar að ef Liverpool slysast áfram þá eiga allir að mæta í EJS fyrir hádegi og biðja um að fá að ræða við Ásgeir Ásgeirsson. Hann verður þá væntanlega klæddur í kjól og fínt hehehe.

Þangað til næst…..

One thought on “Jeeeeeeessss

  1. Mig hefur lengi grunað að Ingi væri svolítið gefinn fyrir kjólana… Gaman að sjá loksins hans innri mann, þ.e. klæðskiptinginn in real action

Leave a comment