Þessi langi vinnudagur er loksins að verða búinn. Það er svo lítið að gera hérna að það er ekki einusinni fyndið.
Fótboltaæfing í kvöld hjá hinu stórmerkilega liði Vatnsbera og öllum velkomið að mæta niður í Safamýri að berja stjörnurnar augum kl 22:00 í kvöld. En fyrst verður það leikur Lifrapolls og Chel$ki í beinni. Ingi vinnufélagi er búinn að veðja við Ásgeir sölustjóra um að ef Lifrapollurinn dettur út þá mætir Ingi í kjól í vinnuna á föstudaginn og svo öfugt. Þannig að ef Chelsea vinnur þá hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að mæta niður í verslun EJS á föstudagsmorguninn og sjá Inga í kjól að afgreiða. Hann þarf bara að klæðast kjólnum fram að hádegi þannig að mætið tímanlega. Nú hinsvegar að ef Liverpool slysast áfram þá eiga allir að mæta í EJS fyrir hádegi og biðja um að fá að ræða við Ásgeir Ásgeirsson. Hann verður þá væntanlega klæddur í kjól og fínt hehehe.
Þangað til næst…..
Mig hefur lengi grunað að Ingi væri svolítið gefinn fyrir kjólana… Gaman að sjá loksins hans innri mann, þ.e. klæðskiptinginn in real action