Nú er ég búinn að blogga í 2 ár og 1 dag to be precise, á þessum 2 árum hefur ansi margt sniðugt og miður sniðugt drifið á daga Tommans. Tomminn hefur búið á 3 stöðum á þessum 2 árum. Fyrst hjá honum Gaua mínum á Álfhólsveginum, svo hjá Blobba á Hringbrautinni og svo í hjallinum mínum í Blöndubakkanum.
En að sjálfsögðu er það sem stendur uppúr á þessum tíma, þegar Kristján Freyr fæddist þann 20 maí síðastliðin. Yndislegt alveg. Hann er bara ennþá lítill og feitur og rosalega sætur og orðinn 3 mánaða töffari.
En nóg um það. Í tilefni þess að ég er búinn að vera að blogga í 2 ár ákvað myndagalleríið mitt að fríka út. Það er allt í henglum þar og ekkert í réttri röð. En örvæntið ekki því að nýjustu myndirnar eru aftast í albúminu.
Soffi minn kíkir á þetta fljótlega þessi ezka.
Svo er Vatnsberapartý í kvöld hjá Jóni F.
Allir Vatnsberar velkomnir. Hinir geta átt sig.. nei segi sona.
Þangað til næst……
Enn skemmtilegt NOT…. Takk fyrir að minnast á mig… æ nei þú gleymdir mér TAKK
Auðvitað vita allir að þú ert ljósið í lífi mínu engillinn minn. Það þarf ekkert að taka það fram