Allíanz

Í gær…. já í gær fékk ég símtal. Ég leit á skjáinn á gemsanum og vissi á 0,001 sekúndu að nú væri verið að reyna að selja manni eitthvað. Ég svaraði í símann og á hinum endanum var maður sem kynnti sig og sagði að Ívar Þorsteinsson stórvinur minn hefði bent á mig í þessu. Ég hugsaði honum þegjandi þörfina á meðan ég reyndi að vera kurteis og svara ágengum sölumanninum. Hann var eitthvað að spyrja mig um lífeyrissjóðs mál og ég veit ekki hvað og hvað. Ég sagðist halda að ég væri í einhverju svoleiðis en hann linnti ekki látunum fyrr en ég var búinn að bjóða honum í heimsókn um kvöldið til að kynna þetta. Hann kvaddi og lagði á og ég stóð eftir með gapandi augu og reyndi að hugsa hvað í andskotanum ég var að pæla og hvernig í andskotanum ég ætti nú að losna undan þessu.
Ég fór í heimabankann og athugaði hvernig þessi lífeyrissjóðsmál stæðu hjá mér og komst að því mér til mikillar ánægju að ég var með þetta allt á hreinu. Sigurreifur hringi ég aftur í gaurinn til að afboða þennan fund því ég væri með þetta allt saman… en nei nei, gaurinn bara tvíeflist við þetta og vill fá að vita hvar ég sé með þetta og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar hann kvaddi mig í annað sinn var ég enn meira ráðþrota. Heimsóknin stóð ennþá og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.
Eftir vinnu fór ég heim og kveið mikið fyrir þessum fundi. Ég var harðákveðinn í að kaupa ekki neitt.
Svo kom gaurinn og settist þarna og byrjaði að blaðra heil ósköp um ágæti vinnuveitanda síns og allt það. Jú jú, þetta hljómaði alveg ágætlega en ég stóð við mitt og keypti ekki neitt. Hann fór, skildi eftir nafnspjaldið sitt og nota bene… Ég sagðist ætla að hafa samband við hann en ekki öfugt. Ef hann hringir í mig með einhverja eftirfylgni þá getur hann gleymt þessu… Ég ætla að pæla í þessu í 2 sekúndur og taka mikilvæga ákvörðun. Bling búinn að því. Nenni ekki að standa í svona veseni. Held áfram með mitt sem ég hef. Nobody likes changes.

Þangað til næst…..

5 thoughts on “Allíanz

  1. Ferlegir þessir gaukar….. lentí í einum svona um dagin sem var reyndar kvennkyns og hún náði að troða öllum andskotanum inná mig…. ég sendi henni tölvupóst dagin eftir og sagðist vera hættur við. síðan hefur hún reynt að hringja allavega 2svar á dag…

  2. Uss!! ég kannast við þetta!! KBbanki ætlaði ekki að gefast upp á að ná í mín viðskipti!!hringdu nokkrum sinnum í viku.. var að verða brjáluð á þessu lið þeir hafa haldið að ég muni skulda helv. hellíng á minni ævi… humm kannski það sé rétt hjá þeim.. hehe… 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s