Ungbarnasund

Í gær fórum við Rúna með Kristján litla í sund. Sá skemmti sér vel. Það var svo gaman hjá okkur að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg. Þessi Snorri sem er með þetta er snillingur.

Svo verð ég að segja ykkur hvað ég á góða konu. Ég kom heim í gær eftir vinnu og tók mig til við að horfa á landsleikinn. Rúna fer eitthvað að brasa í eldhúsinu. Svo eftir það fer hún að sópa gólfið. Og af því að við eigum ekki ryksugu þá fer hún að gera svona ryksuguhljóð með munninum til að trufla boltann. Svo að sjálfsögðu þarf hún mest að sópa fyrir framan sjónvarpið. Virðist alltaf vera mesta rykið þar. Svona var hún með sópinn í hendinni og gerandi einhver ryksugubúkhljóð í leiðinni, svona er þetta nú góð kona.

Þangað til næst….

3 thoughts on “Ungbarnasund

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s