Sjeikenabeibená

Fyrsta hljómsveitaræfing Kvaðratrótarinnar var haldin um helgina, allavena sú fyrsta í langan langan tíma, líklega er þetta önnur æfingin allt í allt. Þetta er allt á réttri leið þó að það taki smá tíma. Reyndar var Blobbi fjarri góðu gamni en við Soffi náðum þó að spila saman svona eins og eitt lag. Heimsfrægðin bíður á næsta leiti, ég bara finn það á mér.

Ég semsagt kíkti vestur, enda sakna ég Rúnu minnar og Kristjáns litla voðalega mikið. Svo var líka allt í rusli í íbúðinni og ekki mikið stuð að hanga þar. Ég verð nú samt að redda þessu áður en englarnir mínir koma heim, einhverjir sjálfboðaliðar??? (áhugasamir láti vita í commentakerfið).

Það var nú ekkert alltof gaman að koma heim, af einhverjum ástæðum hafði ég gleymt einu stk grjónagraut í potti á eldavélinni. Það var frekar súr lyktin þegar ég skreið hérna inn seint á sunnudagskvöldið, andskotinn. En það er nú allt í góðu núna… lyktin farin og svona hrmpf.

Það hafa hrúgast inn linkarnir hérna til hliðar, enda fullt af liði sem maður vissi ekki að bloggaði, Dabbi frændi er nú búinn að vera einhver skápabloggari síðan í sumar og Sigga konan hans enn lengur. Jóhanna frænka er jú þarna sem og Dagný hans Magga. Að sjálfsögðu fær allt þetta heiðursfólk link hjá kallinum.

En ég get ekki bullað lengur, ég er bissí við að hanga einn í íbúðinni og flokka naflakuskið.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Sjeikenabeibená

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s