BREAKIN NEWS

—BREAKING NEWS—

Manchester United crashed out of Europe…

Jeje svona hljóma flestar íþróttasíður í dag. Enda að sjálfsögðu stórfrétt þegar svona gerist. Ekki það að þetta hafi komið manni svo mikið á óvart. United ekki búnir að geta blautan skít í allan vetur. Mega teljast heppnir ef þeir enda sísonið með deildarbikarinn, en ég er ekki svo bjartsýnn.

Eina góða við leikinn í gær var að Darren Fletcher kom ekkert við sögu. Samt var andleysið algjört og það er eitthvað mikið að. Ferguson búinn að missa það??? Kanski, mér finnst að það sé kominn tími á nýjann mann í brúna. Jú jú, Fergie (ekki í black eyed peas) er búinn að gera stórkostlega hluti með þetta lið en hans tími er bara liðinn. Ég meina, maður sem er með Darren Fletcher og John O’Shit í byrjunarliðinu leik eftir leik sama hversu lélegir þeir eru, er greinilega búinn að missa það. Þessir svokölluðu ungu “stjörnur” sem eiga að halda uppi heiðri United á komandi árum eru einfaldlega bara meðalmennskan uppmáluð. Hið augljósa dæmi er að sjálfsögðu Fletcher vinur minn, drengurinn er svo lélegur að það er bara sorglegt.

En nóg um það. Þið sem hafið engan áhuga á fótbolta biðst ég innilegrar velvirðingar á þessu, ég bara varð að fá að pirrast einhversstaðar.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “BREAKIN NEWS

  1. ‘Uff ég var farin að hafa áhyggjur af að heyra ekkert frá þér…Annars er ég sammála þér með Fergusson.

  2. Maður fer næstu að vorkenna Man mönnum þegar gengur svona illa og okkur Poolurum gengur svona vel. En ég sagði næstum. HAHAHAHAHAHAHAHA!!!! JJJJIIIBBBÍÍ!!!
    Maður verður að njóta þess meðan það endist.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s