Fimmtudagur

Nú er Ninni 24 ára og eins dags gamall, til hamingju með það Ninni minn, verst að ég átti ekki aðra tippamynd af þér til að deila með öllum.

Annars er bara afskaplega rólegt í vinnunni. Snillingurinn ég álpaðist til að breyta tölvunni minni í ryksugu í gær.
Málið er það að mér áskotnaðist nýtt skjákort sem að ég bætti í ofurtölvuna mína. Þetta var 256 mb Nvidia 6800 kort PCIe fyrir þá sem hafa vit á því. Svo plögga ég því í og ekkert ves fyrir utan að tölvan mín heimtar meira rafmagn. Kallinn klórar sér í hausnum yfir því að ofur Dell vélin mín höndli ekki eitt ofurskjákort ásamt 3 hörðum diskum. Daginn eftir heyri ég í strákunum upp á verkstæði sem koma mér á þá lausn að best sé að fá stærri aflgjafa. Jújú, ég panta eitt svoleiðis kvikindi af stærstu sort. 520 watta pwr supply með bláu ljósi og alles. Svo fer ég með þetta heim og tengi allt draslið í góðum gír, kveiki á vélinni… og eina sem gerist er að örgjörva viftan fer á hyper snúning og lætin eftir því, eins og í gamalli nilfisk ryksugu. Kallinum bregður náttúrulega nett við þetta og prófar að tengja gamla spennugjafann aftur við vélina eftir að hafa ráðfært sig í símann við tæknimenn. Svo þegar ég er búinn að tengja gamla 350w dell spennugjafann er bara sama sagan. Örgjörvaviftan á fullt.
Kvöldið ónýtt, dagurinn í dag ónýtur. Vélin liggur á borðinu á verkstæðinu… og ég sem hélt að ég væri skítsæmilegur tölvuhjassi.. eeeen neeeiii UUUUUUUUUUUURRRRRRRRRRR

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s