Það er eitthvað bogið við það þegar maður getur þeyst um á mótorhjóli 1 febrúar. En engu að síður er það staðreynd. Ég kíkti til Massa Ívars eftir vinnu og náði í fákinn. Var reyndar pínu bras á mér því að rafgeymirinn var alveg galtómur. En eftir svona c.a. hálftíma fiff var fákurinn klár og lítið annað að gera en að smella sér í gallann góða. Unaðsleg tilfinning að smeygja hjálminum á sig og bruna af stað. En þetta á nú eflaust ekki eftir að endast lengi. Ég ætla þó að njóta þess á meðan ég get, svo hendi ég hjólinu inn til Marvins þegar að það kólnar aftur.
En nóg um það. Rúna litla er að fara í aðgerð á föstudaginn. Ég og Kristján Freyr verðum bara að dunda okkur saman á meðan það er verið að krukka í ástinni minni. Vonandi gengur þetta nú allt saman vel enda hef ég enga trú á öðru.
Svo var ég hjá lækni í dag út af vansköpuðu hendinni á mér og þar var mér tjáð að ég þyrfti að fara í aðgerð til að láta laga þetta. Það þarf að saga í úlnliðinn og setja bein af mjöðminni á mér ofan í til að rétta hann við. Hann snýr víst 45 gráður í vitlausa átt. Ég fékk nú að ráða og ég fer í þessa aðgerð í haust. Læknirinn ætlaði að senda mig í þetta í þessum eða næsta mánuði en það myndi þýða eftirfarandi…. Ekkert mótorhjól í sumar, enginn fótbolti í sumar og ekkert bassaspil í sumar. Þannig að ég ætla að nýta sumarið og skella mér svo í þessa aðgerð í haust.
Man Ure enn að gera gloríur og voru að tapa á móti Blackburn. Ég er nokkuð viss um að það sé út af því að ég rakaði mig eftir síðasta leik. Here we go again eins og sagði í dægurlagatextanum. Á næsta winning streak (hvenær sem það verður) verður ekkert átt við skeggið í hvaða mynd sem er… Hvort sem það er rakstur eða skeggsöfnun. Status quo skal það vera heillin.
Þangað til næst…..
Krukka í mér!!! Hvað heldurðu að ég sé, einhver niðursuðudós?