Verk og vit

Ég var plataður í vinnunni til að dúsa niður í Laugardalshöll til átta í kvöld, það er einhver iðnaðarmanna sýning og EJS mun prómóta ofur vélina sína þarna. Allir arkitektar og athafnamenn landsins eiga eftir að kolfalla fyrir þessari ofurgræju. Dell Precision hell je. Það er alveg málið þegar menn eru að brasa við einhvern ofurskít sem venjulega vélin þín ræður ekki við. Precision er málið.

Annars þá rústaði ég gjörsamlega aleinn og óstuddur svefnvenjum barnsins í gær. Málið var að Rúna fór í Trimform þegar hún var búin að sækja mig í vinnuna og þá fær Kristján yfirleitt að leggja sig í svona 10 mín í bílnum. En þar sem að Rúna var búin að setja mér fyrir verkefni á meðan hún var í trimforminu að þá svaf Kristján litli bara allan tímann á meðan ég þeysti bæjarhorna á milli með fisk og annað góðmeti handa hinum og þessum. Litli kúturinn byrjaði að rumska rétt áður en ég sótti Rúnu… semsagt, guttinn svaf í 60 mín í staðin fyrir 10 mín… og viti menn, hann var vakandi kl 23:30 þegar ég kom heim eftir að hafa verið með Magga að setja límmiða á hjólið mitt. En í fullu fjöri og voða stuð. Hann er nefninlega vanur að sofna á milli 20:30 og 21:00

En hann sofnaði nú að lokum og var svo ræstur kl 9 í morgun. Þetta ætti að reddast og vonandi að hann taki nú ekki upp á því að vera vakandi fram að miðnætti á hverju kvöldi.

Þangað til næst…..

4 thoughts on “Verk og vit

  1. Hvað er að heyra þetta, ég sem leit alltaf á þig sem ábyrga aðilan í þessu uppeldi á drengnum!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s