Officialt

Já það er orðið opinbert… Ég er bansettur letibloggari. 6 dagar síðan ég hripaði eitthvað hérna inn og geri aðrir betur. Ég og Kristján Freyr fórum vestur um helgina. Rúna fór í einhverja æfingaferð með ÍR og kom eins og háöldruð hæna til baka. Ég er alfarið á móti því að mömmur og húsmæður stundi íþróttir, þið ættuð að sjá hana. Hún klöngrast um húsið eins og illa gerður hlutur og getur ekki sinnt húsverkunum. Enda íbúðin í rúst því að ég er nú eins og ég er.

En eins og áður sagði að þá fórum við feðgarnir bara vestur í staðinn. Vorum hjá Önnu ömmu í góðu yfirlæti. Heimsóttum að sjálfsögðu allar hinar ömmurnar og afana enda fékk Kristján sinn skammt af knúsi. Það sem stóð uppúr hjá mér yfir helgina var að ég fékk að sofa út. Kristján svaf bara inni hjá ömmu sinni sem sinnti honum af mikilli kostgæfni. Þetta var mjög ljúft allt saman.

Las einhverja frétt um að par hafi verið handtekið niðrí bæ með barnavagn og eins árs gamalt barn sitt með…. Ég segi nú bara… HVAÐ ER AÐ????
Er ekki í lagi með fólk? Trilla bara mað litla barnið niður í bæ á fyllerí af því að þú fannst ekki barnapíu… jeminn eini. Þetta er örugglega stemmari, ætli þau hafi ekki sett bjór á pelann líka? Fávitar.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Officialt

  1. já og það fannst vínflaska ofan í vagninum hjá litla barninu, miklu meira krúttó en einhver helvítis bangsi!

  2. Bíddu, þetta voruð þið er það ekki? Ég heyrði það sko.
    Ég get alveg passað ef þið lendið í vandræðum, róleg!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s