Enn ein flensan

Þetta er nú farið að vera svolítið pirrandi ástand. Maður er búinn að næla sér í enn eina helvítis flensuna. Ligg hérna uppí rúmi eins og skotinn selur með krumpaðann hortissjú við hliðina á sér.
Ég er á því að þetta sé út af því að ég lét bólusetja mig í haust. Jááááá… sniðugt, best að vera forsjáll og fá ekki neina flensu… En neeeeeiiiii, með því að láta sprauta þessu bannsetta eitri í handlegginn á mér, hef ég nælt í hverja pestina á fætur annari.

Við fórum vestur um páskana, ég og frúin, en guttinn var kominn þangað nokkrum dögum áður. Þar höfðu dömurnar á kaffi 59 verið duglegar að troða í pjakkinn þannig að á sá. Ég er ekki frá því að hann hafi bætt á sig heilu kg eftir þessa för. Rúna er búin að liggja veik alla páskana og svo ég þegar ég kem heim. Gjörsamlega óþolandi og mest pirrandi helvítis djöfulsins bananaástand sem er hérna. Það eru allavena hreinar línur að ég ætla ALDREI aftur í djöfulsins bólusetningu. Þetta bíður bara upp á flensufaraldur.

Það fer einhverjum sögum af þessu fylleríi mínu um liðna helgi. Var að heyra það núna að ég hafi verið stoppaður af í skotkeppni… sem er ekki satt… allavena ekki alveg satt. Rúna hnussaði réttilega á mig þegar ég ætlaði að gúlla í mig skoti nr 2… sem betur fer. En þetta var barasta fínt og ég er ekkert aðframkominn af brennivínsþorsta. Gæti eflaust hætt að drekka aftur í tvö og hálft ár ef ég kæri mig um. En þetta er fínt svona, einn dag í einu eins og máltækið segir.

Í gær pantaði ég mér ferð til Mallorca með Rúnu. Hún er að fara í einhverja útskriftarferð með vinkonum sínum og ég ákvað bara að skella mér með. Förum 17 maí og verðum væntanlega í eina viku… kannski tvær, kemur í ljós seinna.

En nóg í bili, ég ætla að halda áfram að snýta mér og safna horpappír.

Þangað til næst….

One thought on “Enn ein flensan

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s