Fyrsti vinnudagurinn í laaaaangan tíma

Mætti eldsprækur í vinnuna í morgun… NOT. Átti frekar erfitt með að drattast á lappir en það tókst að lokum, Ingi farinn í frí, endalaus sól framundan, loksins þegar ég er búinn í fríi hættir að rigna… týpískt. Svo eru einhverjar brjálaðar breytingar framundan hjá búðinni og maður þarf að vinna frameftir og allt. Það hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær… skelfilegt.

Svo er maður bara einn í kotinu, sakna nú hennar Rúnu minnar og litla kallsins rosalega mikið, en ég hitti þau nú eftir 2 daga ef Guð lofar.

Eftir HM í kvöld fór ég á eitthvað stöðvarflakk og datt inn á Opruh… ég veit, ég veit, haldiði bara það sem þið viljið, en í þessum þætti af Opruh var Djeims nokkur Blönt að troða upp. Lítur út eins og hippi en sá kann að semja lögin. Kaninn er rétt að fatta kvikindið núna og hann mætti til Opruh og tók 2 slagara. Seinna lagið sem hann tók var “Good bye my lover” og ég hef sjaldan séð annað eins. Þið megið kalla mig hvað sem þið viljið en mikið djöfulli var þetta flott hjá honum. Ég táraðist við að horfa á þetta. Bara sad svipurinn á honum þegar hann var að flytja lagið, það var bara alveg eins og hann væri að syngja þetta í jarðarförinni hjá konu sinni til 48 ára. Sorglega ógeðslega flott.
James Blunt er væminn en töff… á sinn hátt.

Svona getur einveran farið með mann, sitjandi einn heima að horfa á Opruh og hlusta á James Blunt.

En best að tussast í háttinn, langur vinnudagur framundan.

Góða nótt…

Þangað til næst…..

7 thoughts on “Fyrsti vinnudagurinn í laaaaangan tíma

  1. Úff.. þetta hljómaði ekkert alltof vel Tommi minn. En ég er sammála með lagið..það er ok. Skemmtu þér vel fyrir norðan 😉

  2. Hei Tommi ég stend með þér!! Sá einmitt þetta sama í Opruh og shit hvað þetta var ægilega sorglegt eitthvað. Það var alveg morgunljóst að hann var að syngja um einhverra ákveðna manneskju! Ég táraðist líka svo þú ert ekki einn í heiminum með þetta!!!

  3. ég hélt að greyið druslan hann blunt væri að fara að vola þarna, en tjah…hvað kallar maður svona annað en guilty pleasures?! Mér fannst eins og ískubburinn í hola brjóstinu á mér væri að fara að slá – svo ég gerði það eina rétta, slökkti á kassanum og ropaði.

  4. Blunt: Slow to understand or perceive; dull

    Enska orðabókin lýgur ekki.

    Annars líst mér vel á Grundarfjarðardagana! Reynum að stefna á þetta (annars ræð ég engu eins og þú veist:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s