Einn aftur

Nú er maður einn í kotinu aftur, Rúna og Kristján Freyr eru farin vestur í nokkra daga, ég þarf hins vegar að fara niður í vinnu á eftir og svo að sjálfsögðu á morgun líka. Heilmikill hasar þar í gangi… spurning hvernig maður fer niðureftir bíllaus og hjólalaus eins og fáviti. Dabbi frændi hlýtur að redda kallinum.

Fastir liðir eins og venjulega í gær þegar að Englendingar duttu út úr HM í vító. Það á ekki af þessum mönnum að ganga. Ekki það að ég haldi eitthvað sérstaklega með þeim en það er nú samt gaman að sjá þá plumma sig.
Allt að fara til helvítis með þessa man utd pappakassa… Rooney rekinn útaf og flash back frá HM 98
Ronaldo orðinn vondi kallinn og er farinn að brenna hverja brúna á fætur annari að baki sér. Real here I come.
Mér líst ekkert á þetta ástand… Hver stórstjarnan á eftir annari á leiðinni burt. Ætli þetta verði ekki bara Fletcher og John Ó Sjitt sem verði burðarásarnir í þessi liði á næstu árum… jesús minn.


Hr England er einn sá myndarlegasti (Smellið á til að stækka)

Nú er ég búinn að henda inn fullt af myndum frá liðnum vikum. Ef að myndasíðan helst uppi ættuð þið að geta dundað ykkur við að skoða þetta.

Nú eru 19 dagar þangað til ég fer aftur í frí… Ég Maggi og Viggi ætlum að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar Ninna, sem þarf að punga út talsverðum upphæðum í að laga hjólið mitt… karlanginn. Öllum sem eiga hjól og langar með er það að sjálfsögðu velkomið, þetta verður örugglega helvíti gaman. Ég reikna með að hjólið mitt verði komið á götuna í vikunni… tæpum mánuði síðan það tjónaðist. Helvíti súrt að missa mánuð úr þessu annars stutta sumri… en svona er þetta helvíti.

Jæja, þetta er orðið ágætt í bili, ég ætla að halda áfram aða skafa málningu upp af eldhúsgólfinu eftir mína heittelskuðu.

Þangað til næst….

One thought on “Einn aftur

  1. Enn og aftur bjargar myndasíðan vinnudegi mínum:) Ég er til í að koma hringinn en ég kem þá bara með á fjallahjólinu..ég hlít að halda í við ykkur:) Annars ætla ég að biðja ykkur að fara varlega þegar þið farið..
    Hilsen
    Þura

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s