Brrr

Er það bara ég eða var einhver smá svona haust fýlingur þegar ég fór út í morgun? Allavena virkaði andrúmsloftið eitthvað aðeins svalara en venjulega… hvernig sem stendur á því. Það er jú kominn 19 ágúst og sumarið að verða búið. Þetta fer bara kólnandi úr þessu.

Okkur vantar ennþá dagmömmu þar sem að samningar við síðasta umsækjanda (Rut) tókust ekki enda var hún með heimtufrekju og kvartaði yfir laununum… hnuss.

Myndasíðan er búin að vera svolítið sjeikí upp á síðkastið. Uppi, niðri, niðri, uppi, niðri og svo núna uppi. En það skiptir mig svosem litlu máli þar sem að ég hef verið latur að taka myndir því að fína myndavélin mín er í viðgerð. Alltaf gaman að eiga tækjaótt barn.
Í tilefni af því að myndasíðan er uppi núna kemur mynd af Jóni Frímanni að taka 100+ karlmann í kleinu… ég mæli með að þið smellið á myndina til að sjá stærra eintak:

Og eitt enn… —ÞETTA— er algjör snilld. Ógeðslega fyndið. Big Goj, þetta er möst fyrir þig.

Þangað til næst….

3 thoughts on “Brrr

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s