Morguninn í morgun… Hann var spes. Rúna hafði verið á djamminu og ég og Kristján Freyr vöknuðum bara 2 saman. Eða reyndar vaknaði hann svona meira einn saman. Ég vaknaði nokkrum mínútum seinna við að hann var að sparka í andlitið á mér og þótti það alveg rosalega fyndið. Ég drattast hálf myglaður á lappir og tek strákinn fram með mér til að leyfa frúnni að sofa, enda var hún nýkomin heim. Ég ákveð að skella mér í sturtu og hef opið svo að ég geti nú talað við guttann og svona nokkurnveginn fylgst með honum… Mistök, þegar sturtan var búin voru eftirtaldir hlutir ofan í baðkarinu hjá mér… 3 stk sprittkerti, mismikið notuð, heimilissíminn, plastbolti, leikfangabíll og eitt snuð.
Honum finnst semsagt rosalega mikið sport að henda dóti í baðkarið. Note to self, kaupa læsingu á klósettsetuna.
Svo þegar sturtan er búin útbý ég hafragraut fyrir pjakkinn, gef honum að éta og svo er skipt á honum. Þarna er kl orðin hálf níu og farið að síga á seinnhlutann af þessu. Þá flýti ég mér að klæða hann, dríf hann svo í útifötin og út í bíl, frekar stressaður þegar ég bruna með hann fram hjá hverjum bakkanum á fætur öðrum þangað til að við komum að Leirubakka, Þar stoppum við og skellum okkur inn til dagmömmunnar sem nota bene ég er að hitta í fyrsta skipti. Þar er minn maður eitthvað súr og fer að gráta þegar hann skilur við pabba sinn… sniff, þetta er erfitt en þar sem að ég var orðinn of seinn í vinnuna þurfti ég að kveðja hann svona… grátandi.
En ég er pottþéttur á því að hann hefur verið fljótur að jafna sig þessi litli vargur.
matarvenjurnar eru nú ekki uppá marga fiska
En svona verða víst morgnarnir í vetur… úff, Ég er búinn að panta 10 nýja heimilissíma til að eiga á lager.
Þangað til næst….
He he he …. svona hafa allir morgnar verið hjá mér síðan hann fæddist he he he. Ég ætti kannski að fara leggja svona djamm í vana minn. Það er alveg drullugott að sofa svona út.
Ertu að segja það að frúin verði á djammi á hverju kvöldi í vetur? Djöfull verður gaman hjá henni, en ég hefði nú áhyggjur af fleiru en heimilissímum.
hahahah… sé hann alveg fyrir mér vera að sparka í hausinn á þér og hafa SVOOO gaman af því.. híhíhí