hólí crapp

Við frændur erum komnir aftur á klakann. Það var svolítið ljúft að anda að sér bensínmettuðu loftinu á flugvellinum. Aaaaahhhh. Við tók kaldur veruleikinn þegar við uppgvötvuðum að Soffi ezzka hafði sofið yfir sig og gleymt að ná í okkur. En við komumst samt heim að lokum og það var ljúft að leggjast í man utd sængurverin mín.

En þetta var samt svakalega fín ferð. Við lentum í Manchester á föstudagskvöldið og byrjuðum á að tékka okkur inn og röltum svo niður í printworks. Fórum á Hard Rock og fengum okkur burger og bjór. Fórum svo bara snemma heim.

Laugardagurinn byrjaði á traditional english breakfast á hótelinu. Í kjölfarið var hlaupið á klósettið til að tefla við páfann enda beikon, egg, pylsur, steiktir sveppir og olíulöðrandi kartöflur ekki það besta í magann svona snemma dags.
Eftir klósettferðina far farið á Old Trafford og komið við í Megastore, Visa fékk að finna fyrir því þar. Svo kíktum við í Lowry outlet mall og versluðum aðeins meira.
Þegar við vorum búnir að versla af okkur rassinn og kíkja í imperial war museum var farið á Bishop Blaize og horft á einhvern skítaleik með Middlesbrough. Þar helltum við okkur fulla, tókum taxa heim, ældum í blómapott og fórum svo á djammið. Hápunktur kvöldsins var þegar ég vann mér inn plakat af David Beckham með því að skora skeitin inn í einhverjum fótboltaleik. Það má svo geta þess að Dabbi vann ekki neitt því öll hans 3 skot fóru eitthvert annað en þau áttu að fara.

Sunnudagurinn byrjaði í einhverri bévítans þynnku hjá undirrituðum. Gat gúllað í mig einni ristabrauðsneið með smjöri í mörgunmat á meðan Dabbi tók beikonpakkann á þetta. Enda þurfti hann á klósettið fljótlega.
Svo skelltum við okkur bara á völlinn, fengum brilliant sæti alveg ofan í grasverðinum á Old Trafford. Vorum 6 sætaröðum frá vellinum og dunduðum okkur við að telja flösurnar á Alex Ferguson.
Snilldarleikur sem var algjör einstefna að hálfu United sem unnu þó bara 2-0, hefðu átt að vinna amk 5-0. Ronaldo með STÓRLEIK og Solskjaer með bæði mörkin.
Um kvöldið var bara chillað á Hard Rock og rölt eitthvað smá.

Mánudagurinn sem er lengsti dagur í lífi mínu byrjaði á beikon morgunmat og klósettferð.
Svo var bara farið og hangið í Arndales allan helvítis daginn. Hittum reyndar á Disturbed árita diska og að sjálfsögðu splæsti maður í disk og lét kappana árita. Flottir tittir þar á ferð.
Fórum loks á flugvöllinn kl 7 og tékkuðum okkur inn. Þar var einhver kerlingarálft sem talaði með einhverjum manchester hreim, og spurði hvort við værum með einvherja vökva eða krem, eitthvað fór þetta framhjá manni og ég sagði bara nei, þó að ég væri með snyrtiveskið með mér í handfarangri. Fer bara eins og fínn maður í tollskoðum. Byrja náttúrulega á því að gleyma að taka úrið af mér og járnkortaveskið mitt þannig að allt fór að pípa eins og Bin laden sjálfur væri mættur, þjóðvarðarliðið fór í viðbragðsstöðu á meðan tollverðirnir fjarlægðu skó og jakka þessa illvíga afbrotamanns og leituðu á honum hátt og lágt. Fékk sem betur fer að vera í buxum og bol ennþá. Svo er manni ýtt áfram að næsta tollverði sem tekur sig til við að leita ofan í bakpokanum mínum, finnur þar rakspírann minn, tannkremið mitt, hárgelið mitt og linsuvökvann sem eru víst stórhættuleg efni og kominn á bannlista allstaðar í heiminum. Mér var gert að skilja þetta eftir hjá honum ellegar að fara ALLA leið til baka og tékka þetta inn aftur. Ég sagði honum á góðri íslensku að éta það sem úti frýs, brosti svo vandræðalega til hans og tók hálftómt snyrtiveskið, klæddi mig í skóna og staulaðist áleiðis. Hnuss. Ég vona að hann fýri þessum stórhættulegu vökvum og kremum þar sem sólin skín ekki.

Myndir koma inn síðar.

Þangað til næst….

2 thoughts on “hólí crapp

  1. Hehehehe, ég vildi bara ekki vera grófur og leyfa lesendum að ráða í þetta hrmpf. ég var nú líklegri kandídatinn í þetta svona fyrirfram ehaggi?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s