Sjúkrahús

Fyrir helgina hafði ég aldrei á ævinni legið á sjúkrahúsi… hjúkkan sem tók á móti mér var líka nokkuð snögg að átta sig á því. Svona um það leyti þegar hún rétti mér þröngu hvítu asnalegu spítalanaríurnar og sá svipinn á mér þegar ég stundi vandræðalegur upp “á ég að fara í þetta???”

Þetta byrjaði allt á föstudagsmorguninn kl 8 þegar ég mætti með kvíðahnút í maganum niður á Landsspítala. Ég gaf mig fram við hjúkkunar, var vísað á stofu 7 þar sem ein hjúkkan kom með outfittið fyrir mig. Rétti mér leppana og sagði að ég gæti skipt um föt inni á klósetti. Ég fer inná klósett og strípa mig niður. Klæði mig í þessar líka ljótu brækunar, asnalega hvíta sokka og forljótann frotte slopp sem by the way átti að snúa öfugt.
Kem svo eins og hálfviti út og leggst beint í rúmið. Við tók löng bið og nokkur viðtöl. Kl 10:30 kom hjúkkan með 2 verkjatöflur og eina róandi fyrir kallinn svo kl 11:00 er mér sagt að fara að pissa því nú væri komið að þessu.
Síðasta sem ég man er að ég leit á kl á preppstofunni sem var 11:06, svo var ég svo stressaður að ég þurfti að pissa aftur. Fékk að pissa í flösku liggjandi á bekk eins og eitthvað fífl. Svo rámar mig að ég hafi fengið svona súrefnisgrímu yfir andlitið og meira man ég ekki…

Svo veit ég ekki af mér fyrr en ég rumska á Vöknun. Þar koma strax aðvífandi 2 brosandi hjúkkur, spyrja hvort mig verki eitthvað… eru ekki búnar að sleppa orðinu þegar önnur þeirra rekur sprautu í æðalegginn á hendinni á mér og sprautar… og þvílík vellíðan sem fylgdi á eftir, verkirnir hurfu og það birti til í stofunni og gott ef fuglarnir fóru ekki bara líka að syngja, aaaahhh morfínið var að virka. Svo mátti maður ekkert kveinka sér án þess að þessar elskur voru komnar með sprautuna góðu.

Þegar ég kem niður á stofu seinnipart föstudags er ég uppdópaður, ekkert búinn að éta síðan á fimmtudagskvöld og hálf sloj.
Hjúkkurnar þar byrja á að koma með ristað brauð, mjólk og einhvern skrítinn dall. Ég komst að því 14 sekúndum síðar til hvers þessi dallur var… þegar ég var búinn að taka einn mjólkursopa fer eitthvað skrítið að gerast í maganum á mér. Ég þríf þennan dall úr höndunum á þeim og gubba all hressilega í hann. Ekki var nú mikið étið í þessar lotu. 10 mín síðar gat ég staðið upp og skrölt á klósettið. Þar rétt náði ég að klára að pissa áður en næsta ælugusa spratt fram úr munnvikunum á mér.
Það má svo geta þess að ég var með gipsi á vinstri hendinni og sáraumbúðir yfir vinstri mjöðminni á mér. Ég var nefninlega skorinn upp á mjöðminni þar sem lítil beinflís var fjarlægð og sett í hendina.
Eftir þetta æluævintýri tók ég eftir að sáraumbúðirnar á mjöðminni voru orðnar ansi rauðar. Sárið hafði þá rifnað upp í þessum ælulátum. Frekar nasty sjitt.

Restin af helginni leið í nokkurskonar móðu enda var ég mjög mikið á morfíni. Ég fékk að fara heim í gærkvöldi og nú er Soffi minn að hugsa um mig þar sem að Rúna er hinu megin á landinu í einhverri bévítans námsferð. Svo er hann Steini líka seigur að snatta í kringum rassgatið á mér enda er ég nú ekki líklegur til afreka svona uppdópaður af morfíntöflum og paratabs.
Enda ætla ég að tussast vestur til Grundarfjarðar að láta familíuna stjana í kringum mig fram yfir helgi.

Svo á hann Maggi Jobba afmæli í dag, til hamingju Maggi

Afsaka allar stafsetningarvillur en þetta er mestmegnis skrifað með hægri hendinni.

þangað til næst….

7 thoughts on “Sjúkrahús

  1. Uss þú stendur þig nú aldeilsi vel! Til hamingju með allt morfínið samt!!! Vonandi nærðu þér vel og fljótt!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s