Up the Irons

Við Frímmi fríski erum með tipp hóp. Þetta felur í sér að Jón Frímann hringir amk einu sinni í viku í mig og við förum saman yfir seðilinn. Þetta ferli felur í sér að við ræðum ensku deildina, förum yfir stöðu liða og ákveðum svo hvað við ætlum að setja á þetta. Svo sendi ég seðilinn með tölvupósti til Grundarfjarðar þar sem að Gummi Gísla móttekur og telur saman stig.
Ég held að við Frímmi eigum eftir að massa þetta í vetur.

En nú í vikunni hringdi Frímann ekkert í mig. Ég var farinn að hafa áhyggjur af kallinum þannig að ég fór á http://www.grundarfjordur.is og ath hvort að Hringurinn væri ekki örugglega kominn í land og viti menn, þar lá dallurinn en enginn Frímann búinn að hafa samband. Ég hringi náttúrulega með það sama og ath með stöðu mála, hvort að hann væri farinn að halda fram hjá mér eða eitthvað… hnuss, en þá var hann bara svona busy. Svona er nú ástin skrítin.

Svo datt ég inní skrítna íþróttagrein á Sýn áðan. Pro Bull Riding. Geðsjúkir kúrekar reyna að tolla á brjáluðum bola í 8 sekúndur…. Þetta er snilldarsjónvarp, snilldarsjónvarp segi ég, ég er dolfallinn.

Næstum því jafn dolfallin og þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti..

Þangað til næst….

2 thoughts on “Up the Irons

  1. sú stund er ein sú fyndnasta sem ég man eftir með þér. Hvað er samt málið með þennan gæja? Ég held að tónlist sé almennt betri þegar maður sér kallana ekki syngja, það á að sjálfsögðu ekki við um kvenkynið!.
    happy days

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s