Meirihluti heimilisins liggur í veikindum. Kristján er veikur og svo erum við Rúna bæði slöpp, Rúna reyndar eilítið slappari.
En ég vil þakka öllum sem vildu minnast mín í kringum afmælið mitt. Þið eruð frábær.
IKEA:
Ég gerðist svo frægur að fara í þessa djöfulsins búllu þarna í Garðabæ um daginn og þvílíkt og annað eins. Þangað fer ég aldrei aftur ótilneyddur.
Fyrir það fyrsta er maður c.a. 40 mínútur að komast þangað… og ekki á maður nú heima langt í burtu frá þessu. Svo þegar maður fær stæði sem bæ ðe vei var lengst í burtu frá búðinni þá var maður aðrar 40 mínútur að labba að þessu helvíti.
Ekki tók nú betra við þegar inn var komið. Maður hljóp þetta á hundavaði þarna inni en samt var maður hátt í klst að tussast þarna í gegn og samt stytti maður sér leið.
Svo er maður aðrar 40 mínútur að andskotast heim. DJÖFULL.
Hata þessa búllu.
IKEA PRRRRRRRUUUUUUUUUUMMMMMMMMMPPPPPP
Og eitt enn… Já já Man Utd tapaði fyrir Southend… ha ha njótið þess á meðan þið getið þarna púllara skrípin ykkar.
Þangað til næst….