Crapple

Ég hef alltaf verið á því að apple sé af hinu illa. Hef aldrei viljað eiga macca né nokkuð sem kemur frá þessu fyrirtæki.
En um daginn gerðist ég svo kræfur að fjárfesta í forláta ipod nano. Svaka fín græja, 4gb og minn nokkuð sáttur með þetta. Þessu fylgdi náttúrulega að maður þurfti að ná sér í itunes til að virkja draslið. Allt í lagi með það, búið að taka mig smá tíma að læra á þetta og fikta. Var alltaf mikill winamp maður.
En viti menn, að sjálfsögðu heitir þetta ekki crapple fyrir ekki neitt. Þegar ég kem heim í dag og ætla að kveikja á þessu itunes dóti þá eru öll lögin dottin út. Playlistarnir mínir horfnir og alveg eins og itunes hafi hreinlega verið sett upp aftur. 120 gb af tónlist farið út. Uuuuuuurrrrrrrrrrrrr… Þetta er c.a. 3-4 tíma vinna að hlaða þessu inn aftur.
Ok ok, kannski er ég of dómharður. Það eru afgerandi líkur á að Kristján Freyr hafi verið að fikta í þessu og einhvernveginn náð að skemmileggja þetta. Ótrúlegt hvað svona random click á músinni og ýtingar á einhverja takka á lyklaborðinu geta gert…

Þetta reyndar minnir mig á það að það er í alvörunni til karma. Nú hefur fortíðin komið og bitið mig í rassinn.
Málið er að þegar ég var lítill, líklega á aldur við Kristján Frey að þá átti pabbi minn óhemjustórt safn af kasettum. Þessum kasettum var raðað snyrtilega í hillu og pottþétt flokkað í stafrófsröð líka. Mörg hundruð kasettur sem pabbi lagði blóð svita og tár í að hugsa um.
Semsagt þegar ég var lítill fannst mér mikið sport að taka þessar kasettur og endurraða þeim… á gólfinu… í haug. Ok ok ég var að tæta þær til helvítis, aftur og aftur. Og pabbi minn raðaði þeim aftur og aftur.
Nú er Kristján Freyr að gera það sama við mig. Reyndar bara upgreidað í aðeins nútímalegri mynd. Hann hefur hent öllu út úr itunes þannig að ég þarf að raða því aftur þar inn með tilheyrandi blóti.
Svona er nú lífið skrítið.
Note to self, slökkva á tölvunni eða passwd protekta hana.

Jæja, best að halda áfram að hlaða þessum 78gb sem ég á eftir, inní itunes.

Svo á hann Gústi Ívars afmæli í dag. 45 ára kallinn… En það er nú til lítils að óska honum til hamingju með daginn hérna þar sem að hann er líklega tölvuheftasti maður sem ég þekki. Efast um að hann geti notað reiknivél hvað þá meira. En engar áhyggjur, ég er búinn að hringja í hann í dag og óska honum til hamingju.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “Crapple

  1. en ógeðslega óklæf.
    En makkinn minn er æðislgur og ipodinn minn líka.
    Þegar þú ert farinn að venja þig á að nota ipodinn og allt snjalla stuffið í honum þá snýst þér hugur um apple 🙂

  2. Það er örugglega einhver fítus í PC sem gerir það að verkum að itunes fokkast upp reglulega, sérstaka sett þar inn til að gaurar eins og þú lendi í vandræðum og haldir áfram að bölva makkanum í sand og ösku. Smelltu þér í Arndale bolinn, fáðu þér makka og vertu flottur á því.

  3. Aldrei að fá mér macca. Það eina góða sem hefur komið frá þessum gorkúlum er ipodinn og hana nú. Kannski er ég þröngsýnn but who cares.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s