Nú situr maður hóstandi með horið lekandi niður á nafla heima hjá sér. Það virðist hafa gert góða hluti að fara ekki í flensusprautuna góðu… NOT. En samt, síðast þegar maður fór í þessa guðsvoluðu flensusprautu þá veiktist ég heiftarlega eftir það. Þetta er ekki eins slæmt og þá.
En eins og áður sagði þá er maður einn heima eins og er. Kristján Freyr fór til dagmömmunar og Rúna er að læra niðri í HÍ. Ég staulaðist á lappir eftir erilsama hóstanótt rétt uppúr 11. Fór fram og byrja að kíkja í ísskápinn eftir einhverju ætilegu. Vissulega var nóg af mat í ísskápnum en samt ekkert sem mig langaði í. Æi skiljiði hvað ég á við… Maður er með craving í eitthvað subbuslumm en ekkert svoleiðis er til.
Því næst ræðst ég á brauðkistuna, og mér til mikillar gleði rakst ég á 3 Völu kókosbollur, þvílík og önnur eins endemis hamingja. Og staðfastur morgunmatur líka. Reyndar gúllaði ég einni drykkjarjógúrt í mig áður en kókósbollunum var sporðrennt… afleyðing… nú er mér illt í maganum ofaná allt annað. Djöfull, óþolandi þurr hósti, höfuðverkur, hiti, beinverkir og nú magapína.
En þetta hlýtur að fara að lagast andskotinn hafi það.
Þangað til næst….
afhverju finnst mér eins og þú sért alltaf veikur?? :S
hann er bara aumingji með hor og slef hehe.. GIS
Þú hlýtur að hafa þetta af fjandinn hafi það! En er Ninni búin að boða komu okkar um næstu helgi??
ertu enþá lasinn mannur? löngu kominn tími á blogg…