Helgin

Þetta var athyglisverð helgi í alla staði…

Á föstudaginn buðu Ellen og Jónas okkur í mat og við skelltum okkur til þeirra. Þar var Ellen búin að elda dýrindis kjúlla með einhverjum grasstöngli inní… mjög gott sko. Beikonvafið og fínt. Jónas bauð uppá bjór og þetta var helvíti fínt. Svo kom Soffi og hitti okkur og við skelltum okkur á tónleika með hinni mögnuðu sveit, Hvanndalsbræðrum.. Þetta voru alveg edilons fínir tónleikar enda miklir snillingar þarna á ferð. Eftir tónleikana skelltum við okkur á Celtic Cross í vafasaman fíling og svo hentum við okkur heim.

Á laugardeginum var maður í svona þynku fýling. Soffi kom til mín til að skutla mér að sækja bílinn… Þessi ferð ílengdist aðeins og endaði með að undirritaður fór og keypti sér forláta gítar til að glamra á. Það hafði blundað í mér í þónokkurn tíma að fjárfesta í svona apparati og eftir að hafa séð Rögnvald gáfaða hamra á gítarinn sinn kvöldið áður þá stóðst ég ekki mátið og skellti mér á einn Washburn kassagítar í Tónabúðinni… Rúnu til mikillar gleði… NOT.

Á laugardagskvöldið þá var okkur boðið í útskriftarpartý hjá Sollu og Viktori. Ég nennti ómögulega að fara og var bara heima til að byrja með. Svo þegar að ég var búinn að horfa á fyrri hálfleikinn hjá Barca og Real þá var maður dottinn í gír. Soffi kom og sótti mig og við skelltum okkur á kaffihús með Hödda og Hrefnu. Cafe Deco við hliðina á (S)óðal. Fínasta pleis. Þar sötraði maður 2 kollur og fór svo á samkynhneigðan skemmtistað að hætti hússins. Semsagt í útskriftarveisluna sem var haldin á Qbar. Þetta var fínasta skrall alveg.

Á sunnudeginum var haldið á Tækni og Vit sýninguna þar sem að maður þurfti að skila 3 tíma vakt af sér. Eftir það var farið í panickasti heim og græjað sig í fyrsta æfingaleik Vatnsberana.. sem að því miður tapaðist 2-1, frekar ósanngjörn úrslit miðað við að við áttum seinni hálfleikinn. Vorum klaufar að vinna ekki, en það kemur bara næst.

Til að summa þessu upp þá fór helgin í fyllerí, gítarkaup og fótbolta.

Kristján Freyr kom svo aftur í dag til Reykjavíkur en sá hafði verið í Grundarfirði hjá ömmum sínum og öfum alla helgina.

Þetta er orðið nóg af röfli í bili. Ég hendi inn myndum fljótlega… kominn tími til.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Helgin

  1. Haha.. sko, kennir svo Stjána litla á bassann og lætur Rúnu svo á litla bongóið, uualla, your own band 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s