Ísland í Júróvísjón, ekki það að maður sé einhver eldheitur Júróvísíjón aðdáandi en maður fylgist nú aðeins með þessu og svona, horfir alltaf á Ísland drulla uppá bak í þessari blessuðu undankeppni á meðan arfaslök lög frá austur evrópu massa það.
En nú hefur glæðst von… Þetta gæti verið árið okkar í ár. Massaður hópur FM Hnakka hefur komið fram með Barða í Bang Gang í broddi fylkingar og stormað fram á sjónarsviðið með hressilegum Scooter slagara. Ef þetta lag fer ekki áfram til Serbíu eða hvar sem þetta rusl er haldið þá er það skandall.
Þangað til næst….
djöfull er ég sammála!