Nú er frost á frónni frýs í æðum blóð…

Já það er napurt úti, ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan veturinn 95 þegar ég var ungur að árum með hor í nös og bjó hjá pabba hérna í grundarfirði. Nú 13 árum seinna er ég…tjah ekki svo ungur að árum en ég bý hjá Tengdó… frekar sad. En húsið hlýtur að fara að verða klárt fljótlega. Yfir verkefnastjórinn í húsinu… Hann Maggi Jobba, fékk tak í bakið og er óvinnufær þessa stundina. Vonandi verður hann hress um helgina þannig að við getum tekið slurk í þessu og farið að sjá fyrir endann á þessu helvíti. Þetta er orðið þokkalega þreytandi.

En eins og sagði þá er alveg svakalegur snjór hérna, og skíðalyftan sem hefur sökum snjóleysis, ekki verið gangsett síðan 95, er biluð. Frábært. En nú þykir það ekkert tiltökumál að mæta eins og einum snjósleða á Grundargötunni eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta er jú þeirra tími og um að gera að nota snjóinn til að renna á sleðanum niður á bensínstöð til að taka bensín heldur en að vera að dröslast með þetta sull í brúsum til að fylla á í bílskúrnum.

Læt fylgja eitt svalasta fótboltavídjó ever. Materazzi er einn sá svalasti í bransanum.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Nú er frost á frónni frýs í æðum blóð…

  1. Þetta kemur nú úr hörðustu átt… Veit ekki betur en að þú hafir verið að spila í utandeildarliði sem var þekkt fyrir grófan leik og harðar tæklingar… Þar fórst þú nú oft fremstur í flokki og gekkst undir viðurnefninu “slátrarinn af Skaganum”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s