Rúna og Kristján Freyr fóru norður í gær ásamt tengdó og Arndísi Jenný. Ég varð einn eftir í kofanum og fer ekki fyrr en á miðvikudagskvöldið. Þá er planið að stoppa aðeins hjá Ninna og Dagmar og skella sér á tónleika með Hvanndalsbræðrum á fimmtudagskvöld.
En þegar þau voru farin, hringdi ég í Gústa bróðir og sníkti nýja jeppann hans af honum. Það var nú minnsta málið þannig að ég tók til hlý útiföt, myndavélina og þrífótinn og ók af stað. Ferðinni var heitið fyrir jökul til að ath hvort að maður sæi nú ekki eitthvað merkilegt til að mynda. Afraksturinn er að mestu kominn inná á flickr síðuna mína, misjafnlega góðar og slæmar.
Tók einnig nokkrar myndir af Gústa og félögum að leika sér á Kirkjufellssandi.
enjoy.
Þangað til næst….