Holy Diver

Ég er virkilega fúll útí spúsu mína núna…

Málið er að það er ferð til London með vinnunni hennar síðustu vikuna í maí, sem er svo sem ágætt, fyrir utan að ég missi af stórleik Grundarfjarðar á móti Snæfell í Visa bikarnum. En það er ekki málið. Málið er að fljótlega eftir að ég ákvað að fara með í þessa blessuðu vinnuferð fór ég á netið að svipast um eftir tónleikum til að fara á í London. Ég fer að garfa í þessu og dett inná stór tónleika með DIO þann 28 maí í Astoria höllinni í SOHO hverfinu. SNILLD, ég veðrast allur upp af þessu og og fæ fiðrildi í magann og alles. Þvílíkt spenntur yfir þessu öllu saman. Og bæ ðe vei þá var þetta fyrir 4-5 vikum sem ég var að spá í þessu.
Svo í gærkvöldi þá fer Rúna eitthvað að skoða þetta og finnur, mér til mikils ama, að Gavin Nokkur DeGraw verður með tónleika nákvæmlega sama dag. 28. maí á einhverjum hommapöbb í London. Og hún náttúrulega þverneitar að fara á DIO með mér heldur vill að ég fari með henni á Gavin DeGraw (Þið munið, homminn sem söng titillagið í One Tree Hill þáttunum). Fokk, fyrr skal ég dauður liggja en að láta fréttast að ég hafi farið á Gavin DeGraw þegar ég gæti farið á DIO. Þetta er mest pirrandi í heimi en ég er nú þegar búinn að taka þá ákvörðun að ef farið verður í það að fara á einhverja tónleika þá fer ég frekar EINN á DIO heldur en að fara á þennan homma.

Hérna er þessi snilld sem Rúna neitar að fara á…

og svo geðveikt svalt cover með Killswitch Engage

Þangað til næst….

34 thoughts on “Holy Diver

  1. Ég kýs Gavin.
    Hafðu bara kosningu elskan!
    Hvar er svo hljóðbrotið frá Gavin svo fólk geti borið saman þennan unga fola og gömlu skálkana!!!

  2. DIO, Staðan er tommi 3 rúna 1

    nú er ég búinn að vera í sambandi við konu í nokkurn tíma og get sagt þér að þessi kosning hjálpar þínum málstað ekki jack. En góð hugmynd samt 🙂

  3. DIO, fjandinn hafi það…. mér finnst nú andskotans nóg að hún spúsa þín (ásamt þér einhverra hluta vegna) fái að sjá hann Jeims nokkurn Blunt (Cunt í mínum augum) þannig að mitt atkvæði skellist hér með Tómasi í hag. DIO
    BTW Gavin DeGraw, James Blunt og kúkur, skítur… ENGINN MUNUR

  4. Dio maður! Síðasti séns, þessir gaurar eru að komast á sjötugsaldurinn!! Gaylord á hinsvegar eftir að drulla á sig í mörg ár í viðbót….

  5. hahahaha… skemmtileg umræða.
    Gavin er hot en leiðinlegur.
    Dio… ég er held ég of ung til að þekkja þá. En þetta myndband sýnir að þeir eru heavy pungsveittir og töff.
    Ég myndi velja Dio.

  6. Sko, ef mig minnir rétt þá fékk ég eitt sinn gefis tvo miða á Duran Duran tónleika. Ég bauð auðvitað Rúnu minni með en hún fórnaði miðanum þar sem hún var nýbúin að ala þér barn.

    Og þar sem þetta er líka vinnuferð hjá henni þá finnst mér ekkert sjálfsagðara en að þú verður þessi heiðurs aðnjótandi að fara með henni á Gavin DeGraw.

    Ef þú ert ekki enn orðin sannfærður, taktu þá saman tónleikana sem þú hefur ákveðið að fara og Rúna farið með þér og öfugt. Ég er næstum því viss um að hún hafi fylgt þér á fleiri tónleika en þú henni.

    Svo e auðvitað eitt í stöðunni í viðbót, þú verðir bara áfram í Grundarfirði og ég fari bara með Rúnu og við Rúna förum saman á Gavin DeGraw…:)

  7. Ég greiði Tomma og DIO atkvæði mitt. Þurfti ekkert að hugsa mig mjög lengi um…
    Flott síða

  8. Finnst náttúrulega frekar hallærislegt að það sé ekki myndbrot frá hinum fagra Gavin þessum gömlu spandex hommum til samanburðar:

    &

    Hann er náttúrulega bara guðdómlegur ummm

  9. Þetta er ósköp einfalt Tommi. Þú ferð á DIO og ég og Rúna förum á Gavin. Svo er aldrei að vita nema þú getir fengið eitthvað af hinum karlskömmunum til að fara með þér á eldgamla kalla tónleika eins og Steinar eða Óla.

  10. Ladies gotta stick together! Þótt mér finnist Gavin DeGraw bara leiðinlegur þá fær Rúna samt mitt atkvæði, er sammála Ellen, Rúnu ferð Rúna ræður 🙂 Við Ninni erum mjög klofin í okkar aðstöðu eins og sést og hann er búinn að reyna með ýmsum ráðum að halda mér frá því að kommenta! hehe

  11. Mér finnst hugmyndin hennar Sólrúnar best.

    ooooooooooog loksins lifnaði yfir síðunni 🙂
    Meira svona Tommi 😉
    fólk enganvegin búið að vera nógu duglegt að kommenta seinustu mánuði 🙂

  12. Takk Rut. Engin spurning um að við Rúna eigum eftir að skemmta okkur vel á Gavin. Spurning með hvort Tommi kunni að skemmta sér einn á DIO. Ertu maður eða mús? Tekst þér að fá einhvern með þér?

  13. Burt séð frá öllu þessu rugli… Djöfull eru Killswitch flottir, með fullri virðingu fyrir Meistara DIO, þá eru Killswitch alveg að valta yfir þá með þessu coveri.

  14. ég verð nú að segja eitt að hann Gavin DeGraw er svo sjúkelga heitur að það væri bara gaman að fara að sjá hann bara til þess að horfa hann ..

    Tommi þú getur bara tekið eyrnatappa með fyrst þér þykir hann svona leiðinlegur og dáðst að honum.

    Svo væri gaman að fá að vita hvaða niðurstöður komu úr vangaveltum Ellenar !!! Hver hefur farið á hverja með hverjum og hvert ??? hehehehe

  15. Rúna fær mitt atkvæði, þar af leiðandi homminn líka. Væri meira að segja til í að skutlast til London til að sjá ykkur þarna saman. sætttt

  16. Go Gavin! Go Gavin! Go Gavin!!

    Rúna ég skal bara koma með! Ég sé þetta alveg fyrir mér: Ég og þú að syngja”I don’t wanna be anything other than…”, Gavin snýr sér að okkur (auðvitað í sínum casual sexý fötum með eitthvað hryllilega töff höfuðfat) og blikkar til okkar… og það líður yfir þig en ég tek ekki eftir því öryggisverðirnir eru rétt í þessu að gefa mér raflost því það má víst enginn reyna að klifra upp á svið!! -Við endum svo báðar upp á spítala þar sem Tommi kemur í spandex gallanum sínum til að pikka okkur upp!!
    Hvernig hljómar þetta??

  17. Þetta er ekki spurning.. Ronnie James er málið…

    Styttist í að kallinn hrökkvi upp af svo þetta er einn síðasti séns að sjá kallinn Live

  18. Tómas Freyr ! Ertu að auglýsa það að þú getir ekki farið einn á tónleika án þess að Rúna haldi í hendina á þér??? Hvað er málið?

  19. Nei engan veginn… Mér finnst bara skemmtilegra að hafa mína heittelskuðu með mér þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt… En þarna urðu bara hagsmunaárekstrar, Og ef þú lest nú upphaflega pistilinn Fríða mín, þá kemur skýrt og skilmerkilega fram að ég ætla að fara einn ef hún vill ekki með. Og þar þarf enginn að halda í hendina á mér nema væri fyrir Ronnie James Dio sjálfan.

  20. HEHEHE…….

    Það er alveg þess virði að sofa í stofunni í nokkra mánuði ef maður fær að bera goðið DIO augum.

    Sorry Rúna…..

  21. Skil ykkur bæði!
    (þegar ég kom heim úr skólanum ætlaði Nonni að kjósa fyrir mig HELL NO)

    Ég veit að Nonni kæmi aldrei með mér á Backstreetboys en ég myndi nú alveg leggjast svo látt að fara meða honum á Metalica….
    Svo Soffi ekki alhæfa..
    Eins og þú segir Tommi þá viltu hafa þína nánustu með þér á einhverju sem þér þykir svona stórmerkilegt…. og veistu Rúna vill það líka.
    En henni finnst David stórmerkilegur eins og þér DIO

    Svo þetta er ekki einu sinni ómaksins virði…
    Rúna fer á David DeGraw og Tommi á DIO

    PUNTUR!!!!!!!
    Og segi það með þeim sem sagði það fyrir ofan (minnir Sólrún) Ertu maður eða mús? Finnuru einhvern með þér á DIO? Sakar ekki að reyna aðeins við þessa kennara og tjekka hvort þeir snúi í sömu átt og þú hehehehehehehe

  22. ég veit ekki hvern þú heldur að þú sért að plata tommi minn. þú veist það alveg jafn vel og ég að þú hefur aldrei fengið að taka eina einustu ákvörðun í þessu sambandi. hún systir mín er þekkt fyrir það að fá sínu fram ef ekki með frekju þá með einhverjum stórkostlegum klækum og bellibrögðum. ég vona að hinir láti ekki þetta saklausa andlit og hvolpaaugun plata sig. það segir sig nú reyndar alveg sjálft að ef að hún vill fara á þessa tónleika þá er hún andsetin af budda því að ekki einu sinni djöfulinn myndi koma nálægt Gavin De Graw. ef að þú missir annars af DIO þá er ég viss um að frímann er til í að leyfa þér að skoða myndirnar sem hann tók í köben

Leave a reply to Jón Frímann Cancel reply