MOSKVA

vs

Það verður svakalegur leikur þann 21 maí næstkomandi þegar Man Utd og Chel$ki mætast í úrslitaleik Champions League. Stál í stál. United hafa ekkert verið alltof góðir á móti Chelsea uppá síðkastið þannig að nú er komið að því að taka á því.

Ég man enn hvar ég var þegar ég sá Óla Gunnar Sólarsker setja sigurmarkið á móti Bayern Munchen á 93 mínútu hérna um árið. Þá sat ég á Dátanum á Akureyri í góðra manna hópi. Ég reikna fastlega með því að vera á Kaffi 59 þann 21 maí næstkomandi, er nú þegar búinn að taka frá sæti fyrir mig… eða þannig.

United – Barca var svakalegur leikur. Ég hélt að ég myndi klára neglurnar uppí kviku svo mikið var stressið. Púlsinn var kominn uppí 300 slög þarna á 80+ mínútu. En þeir héldu þetta út sem betur fer.

Annars er maður bara búinn að vera slakur á kantinum. Ég tognaði nefninlega á framanverðu læri á sunnudaginn þegar Snæfell var að spila síðasta leikinn sinn í lengjubikarnum. Bara spurning um að fara að skokka létt svona uppúr helginni.

Rúna álpaðist til Ísafjarðar af öllum stöðum og kemur ekki aftur fyrr en á sunnudaginn. Á meðan erum við feðgarnir bara hérna heima í chillinu. au rivaderci de vito

Þangað til næst….

One thought on “MOSKVA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s