Tónleikar trekk í trekk

Ja hérna hér…

Maður er svei mér búinn að vera á flandri um allar sveitir undanfarnar vikur. Við fórum náttúrulega til London þarna síðustu vikuna í maí. Sem var svosem ágætt, fórum á Dio karlinn sem var í þvílíku formi að það hálfa hefði verið mikið meira en nóg. Ímyndið ykkur bara, allt slökkt, allir að bíða eftir karlinum, svo byrjar orgel introið af Holy Diver og svo byrjar þetta yndislega gítar riff og öll ljós loga og gamli á fullu… Holy diver, you been down to long in the midnight sea. Sjitt, ég hélt ég myndi kúka í buxurnar af gæsahúð.
Rúna var ekki eins hrifin af þessu enda var lýðurinn þarna ekki eins og þeir tónleikagestir sem maður á að venjast hérna á íslandi. Þarna einskorðaðist liðið við sítt hár sem var farið að þynnast. Gamla leðurjakka, rifnar gallabuxur og þungarokksbol að eigin vali. Það má svo geta þess að við vorum ekki klædd við hæfi en skemmtum okkur engu að síður mjög vel (ég að minnsta kosti).

reynið að finna fm hnakkann (smellið til að sjá stærri útg.)

Svo þegar við komum heim dauðþreytt eftir að hafa gengið London þvera og endilanga þá náði maður ekki einusinni að taka uppúr töskum áður en við vorum rokin norður í land. Lengst inní Bárðardal réttara sagt þar sem Aðalsteinn Þórólfsson ættarhöfðingi fagnaði áttræðisafmæli sínu með glans. Þar voru keyrðir einhverjir þúsund + kílómetrar á 3 dögum. Maður var hálf lúinn eftir það.

Svo leið einn dagur heima en á þriðjudeginum áttum við miða á Whitesnake í höllinni. Við reyndum mikið að losna við þá en ekkert gekk… skrítið.
Þessir tónleikar voru svona la la. Reyndar var Sign að hita upp og þeir voru líka svona rosalega góðir. Björguðu tónleikunum fyrir mér amk.
Þegar Whitesnake steig á svið með hinn 57 ára gamla David Coverdale í broddi fylkingar vissi maður varla hvað maður átti að halda. Gamall karl sem er augljóslega nýbúinn að fara í Botox, með ritjulegt hár sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri og andlitið strekkt aftur fyrir eyru svo skein í skjanna hvítu tennurnar sem voru pottþétt nýbúnar í lítalækningu líka því að tennurnar einar lýstu upp hálft sviðið. Coverdale sem er fæddur 1951 var ekki einusinni hálfdrættingur á við Ronnie James Dio sem er by the way fæddur árið 1942. David Coverdale var nú bara hálf sorglegur karlanginn þar sem hann var að rembast við að vera sexý og flottur, ábyggilega fastur í 1987 ennþá.

Svo tveim dögum síðar er ferðinni heitið á tónleika með James Blunt í höllinni. Ég var nú að bjóða Rúnu minni á þessa þar sem að ég dró hana tilneydda á Dio. En viti menn. Þarna var James Blunt, einn og fimmtíu á hæð með þvílíkt góða spilara með sér og karlinn átti salinn. Þvílíkt góðir og fagmannlegir tónleikar að maður hefur vart séð annað eins. Þetta voru mjög svo góðir tónleikar og ekkert annað hægt að segja um það.

En nú eftir öll þessi ferðalög og akstur að þá verður slappað af heima um helgina og hana nú.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Tónleikar trekk í trekk

  1. Takk fyrir James Blunt, hann var æðislegur. Hann nær sko að bæta fyrir helv. Whitesnake og DIO. Ótrúleg rödd, æðislegur boðskapur ummmmmm

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s