Kominn heim

Þá erum við kominn heim í fjörðinn. Komum reyndar á föstudaginn eftir 6 daga tjaldferðalag um Vestfirði. Þessi ferð var barasta ágæt. Smá bleyta á okkur fyrstu 3 dagana en svo rættist ærlega úr þessi seinni partinn.

Við fórum með Baldri á laugardagsmorgun. Keyrðum frá Brjánslæk að Rauðasandi og fengum okkur vöflur. Heví fínar þarna á kaffihúsinu. Svo var dúndrað á Patró… skítapleis (innskot höfundar) og snæddur einn viðbjóðslegur bernaise borgari. Keyrðum svo inná Tálknafjörð og slógum upp búðum á 5 stjörnu tjaldsvæðinu þar. Þráðlaust internet og læti.
Við vorum á Tálknafirði í 2 nætur. Skoðuðum umhverfið í kring og fórum inní Selárdal og kíktum í kaffi til Ævars og Ingu á Bíldudal.
Á mánudeginum keyrðum við sem leið lá yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Skoðuðum Dynjanda að sjálfsögðu og Safn Jóns Forseta á Hrafnseyri. Skoðuðum Þingeyri en ákváðum að halda ferð áfram þar sem að það var ekkert þráðlaust internet á tjaldsvæðinu þar… DJÓK (innskot höfundar). Keyrðum áfram yfir á Ísafjörð og slógum upp tjaldbúðum í Tungudal eftir að hafa keyrt með kúkinn í buxunum yfir á Bolungarvík og tilbaka til að skanna aðstæður þar. Kúkurinn í buxunum stóð til af grjóthruns viðvörunum í útvarpinu þennan dag og þessi bévítans Óshlíð er ekkert árennileg svona þegar útí það er farið.
Við fórum í mat til Mæju Betar á þriðjudagskvöldið og skoðuðum sundlaugar og það sem þetta svæði hafði uppá að bjóða. Kíkti á Suðureyri í kaffi til Jóhönnu frænku og Ella svona rétt til að kíkja hvernig þau byggju. Reikna ekki með að fara aftur á Suðureyri EVER þó að þetta sé hinn fínasti bær.
Á miðvikudeginum rúntuðum við djúpið og enduðum á Hólmavík. Slógum upp búðum þar og vorum tvær nætur. Fimmtudagurinn var notaður í að keyra strandirnar eins langt og vegur leyfði. Við stoppuðum í Ingólfsfirði og vorum með þá brilliant hugmynd að keyra einhverja helvítis Trékyllisheiði til baka… Svona til að sleppa við að keyra alla þessa firði aftur. Þessi ferð yfir Trékyllisheiði tók c.a. þrisvar sinnum lengri tíma heldur en ef við hefðum keyrt alla firðina til baka og gott betur en það. Þetta var einhver helvítis Land Rover slóði sem hafði ekki verið notaður síðan 1947 eða eitthvað álíka. Vorum bara heppin að sleppa yfir á c.a. 4 tímum og sleppa við að festa okkur eitthvað alvarlega í einum af þessum vafasömu snjóskölfum eða stöðuvötnum sem við þurftur að fokking keyra yfir.
En þetta reddaðist allt á endanum og á föstudeginum var maður kominn með nett ógeð á að sofa í tjaldi og vera á tjaldsvæði með engri þráðlausri internet tengingu. (Tálknafjörður setti standardinn) þannig að við brunuðum styðstu leið heim og létum þar við sitja. Vorum komin á Grundargötuna uppúr kl 16 á föstudaginn.

Fórum svo í svakalega 7 tíma gönguferð yfir Arnardalsskarð í gær í þvílíka brilliant veðrinu að það hálfa hefði verið fínt. Maður er nett stífur eftir þetta í dag og hef látið það eftir mér að fara ekkert út, enda komið skíta veður.

Svo eru 3 útvarpsþættir í vikunni.
Við Jón Frímann verðum með 2 tíma rockabillie þátt á miðvikudaginn á milli 16 og 18, svo verða 2 bræðra þættir á fimmtudagskvöldinu. Einn kl 20 og annar kl 12 minnir mig. Það verður eitthvað bullað að Borgfirskum sið.

Ég er búinn að dúndra inn fullt af myndum ef einhver nennir að renna yfir það. Bæði á myndir.ekkert.is og flickrið.

Þangað til næst…..

2 thoughts on “Kominn heim

  1. Því miður þá held ég að það muni vanta fallegasta bróðurinn í útvarpið þetta árið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s