au revoir ÍA

Föstudagskvöldið 12 júní 2009:

Ég bíð fyrir utan Hlíðarveg 17 þar sem að Nonni vinur minn býr. Ég flauta aftur þar sem að við erum að verða of seinir. Leikur Víkings Ól og ÍA á að hefjast kl 20 og nú er klukkan 19:32. Loksins kemur hinn lappalangi Jón Frímann. Klæddur í mölétna skagatreyju sem hann klæddist síðast 1986 á Tommamótinu í eyjum, það þarf ekki að taka það fram að treyjan er nokkrum númerum of lítil þannig að hann lítur pínu kjánalega út. Ég sleppi því að minnast á það því ég nenni ekki neinu drama. Jón klæðist líka forláta ÍA húfu og svörtum og gulum ÍA trefli. Smekklegur andskoti hann Jón.
Við brunum af stað áleiðis til Ólafsvíkur. Komum þangað 3 mín í átta og liðin eru komin út á völlinn. ÍA hefur tekið þann pól í hæðina að tefla fram gullaldarliði eða svo gott sem. Þarna má sjá hina öldnu tvíbura, Hjössa hjass sem kom frá þrótti. Kára Stein, Pálma Haralds. Óla Adolfs sem dustaði rykið af skónum, Harald Hinriksson og svo síðast en ekki síst Mihajlo Bibercic sem eftir strangan herbalife kúr er kominn aftur… aðeins rétt rúm 120 kg en er enn með touchið.
Leikurinn sjálfur fer 0-0 og bæði lið um miðja deild.

Svona einhvernveginn gæti þetta verið þegar við Jón Frímann skellum okkur á Víking Ól – ÍA næsta sumar.

Skagamenn skagamenn hverjir skora mörkin??? Þetta var stóra spurningin í sumar. Þeir bara fundu ekki svarið.

Þangað til næst….

2 thoughts on “au revoir ÍA

  1. Er þetta ekki svipað og Fergie er að gera?? Giggs Neville, Van Der Saar, Rooney útbrunnin (ekki það að hann hafi verið góður) Og svo Berba!! eldgamall útbrunnin útreyktur búlgari.

    NEI TAKK TÓMAS ÉG REDDA MÉR FARI Á LEIKINN

  2. Æi Tommi lífið er búið að vera nógu erfitt hér á bæ seinasta sólahringinn…

    Og Nonni minn það er ekki verið að tala um einstaka leikmenn sem jú allir brenna út einhverntímann heldur lið sem á að kalla HÁKLASSA nema bara hvað það er til HÁBORINNAR skammar pifff

    Áfram ÍA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s