Kreppa

Þetta er nú búið að vera meira ruglið í gangi í þjóðfélaginu. Maður býr sig bara undir það versta. Nú er mál að fara í Bónus og kaupa eftirfarandi hluti:
-18 kg af hveiti
-14 kg af sykri
-3 frystikistur, fylla þær af:
-fisk, brauði og kjöti
-kaupa svo 3 kg af engifer
-2 kg af salti (til að eiga í grautinn)
-83 pk af Solgryn haframjöli (verður að vera solgryn)
-80 fernur af nýmjólk í frystinn
-42 kg af brauði
-14 lítra af mysu
-8 kg af rúgmjöli
-2 banana (til háðíðarbrigða)
-1 stk af suðusúkkulaði
-1 banjó (fyrir skemmtanahöld á heimilinu)

Svo er málið að gera eftirfarandi:
-segja upp stöð 2
-segja upp stöð 2 sport
-segja upp stöð 2 sport 2
-segja upp fjölvarpi símans
-segja upp internetinu (gæti verið síðasta færslan í nokkra mánuði)
-safna dósum
-kenna Kristjáni Frey að vinna og senda hann útá vinnumarkaðinn
-kaupa spilastokk og nokkur kerti.
-læra að búa til kerti

Jæja, ekkert verður eins og það var áður.

Þangað til næst, ef guð lofar…..

3 thoughts on “Kreppa

 1. Engiferið notarðu til að koma með smá krydd í tilveruna á þessum síðustu og verstu… Mysan þótti nú góð hérna í gamla daga til að svala þorsta sínum. Fínasti staðgengill fyrir coke og aðra rándýra gosdrykki. Svo er hægt að skiptast á kreppu-uppskriftum til að breyta aðeins til í matargerðinni.

  Mysa verður til við skyrgerð. Í skyri eins og öðrum sýrðum mjólkurvörum eru mjólkursýrugerlar. Auk þess einkenna gersveppir þessa séríslensku mjólkurafurð og gefa henni sérstakt bragð og áferð. Gerlaflóra mysu, bragð og gæði, samsvarar algerlega skyrinu sem hún er síuð frá. Mjólkursýrugerlarnir kljúfa mjólkursykur og mynda mjólkursýru. Þess vegna getur mysa orðið eldsúr. Öldum saman var sýra svaladrykkur Íslendinga og gerði þjóðinni kleift að verja kjöt- og fiskmeti skemmdum.

  Tekið af MS.is Ath vel þetta feitletraða

 2. ég skil.
  en er mysa ódýr?

  ojjj drakstu Garp í gamla daga?
  það var svona einhver ávaxtadrykkur með mysu, MJÖÖÖÖÖG vondur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s