Ísland í dag

Ég er búinn að gera 5 tilraunir til að byrja þetta blogg en alltaf skrifað eina línu en strokað hana jafn harðan út… þangað til núna. Maður liggur heima í einhverju bölvuðu andleysi og volæði. Var búinn að vera eitthvað tæpur í maganum alla síðustu viku en ekkert alvarlegt samt. Fór í bæinn með Rúnu síðasta föstudag og sá Quantom of Solace (sjitt hvað hún er góð). Var alveg fín helgi. Svo komum við heim á laugardeginum. Chilluðum á sunnudeginum og þá gerðist eitthvað innra með mér sem ég get ekki útskýrt. Jú ég fékk þessa líka svakalegu skitu. Gat ekki sofið aðfaranótt mánudagsins því að ég rumskaði á klukkutíma fresti til að fara inná klósett og pissa með rassgatinu. Hringdi strax morguninn eftir í Papco og lét þá senda mér eitt bretti af skeinara asap. Svo á mánudagsmorgninum þá byrjaði þetta helvíti að gusast út um trantinn á mér líka. Enda var ég frekar fölur og fár þegar ég hringdi í báða vinnuveitendur mína og tjáði þeim að ég myndi ekki láta sjá mig þennan daginn. Þó að ég hefði mætt þá er ekkert víst að þeir hefðu séð mig hvort eð var enda með fölari dögum.
Þetta sló ekki af fyrr en á þriðjudagskvöldið og óska ég engum þess að velkjast um heimilið með þessa djöfulsins skíta og ælupest. Ég er ennþá alveg hel aumur í endaþarminum enda kominn niður í hálft papco bretti í skeiningum.
Á miðvikudeginum var ég farinn að geta étið aðeins og nokkurnveginn hættur að pissa með rassgatinu sem betur fer.

En nóg um rassgöt og skítelsi í bili. Ég veit bara ekkert hvað maður á að segja á þessum síðustu og verstu. Kreppan er að versna og versna og líklega er þetta bara rétt toppurinn á ísjakanum. Sjitt hvað ég er fegin að hafa flutt út á land í fyrra. Væri einhvernveginn ekki til í að búa í henni Reykjavíkinni akkúrat núna. En nóg í bili enda hef ég ekkert að segja.

Þangað til næst….

3 thoughts on “Ísland í dag

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s