Man Utd á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru komnir með 5 stiga forskot á Liverpool í þessum töluðu orðum. Búnir að vinna 9 leiki í röð. Ekki fá á sig mark í 14 leikjum í röð… Þetta er bara rugl. Þetta hlýtur að fara að enda bráðum. Þetta gengur ekki svona endalaust. En á meðan þetta er svona þá ætla ég að njóta þess.
Nú eru farnar að heyrast raddir um að United vinni alla titla sem í boði eru. Svolítið langsótt ef ég á að segja eins og er því að það er gígantískt erfitt prógramm framundan. En ég reikna samt með einhverjum titlum í hús og vonast mest eftir enska premiership titlinum… Það er bara svo ég geti dansað fram og til baka á Hlíðarveginum framhjá húsinu hans Jóns Frímanns klæddur í nýju Berbatov treyjuna mína… aftur og aftur og aftur. En látum það bíða þangað til í vor.
Svo eru Inter á svaka siglingu á Ítalíu líka. Tóku Beckham og félaga í AC um liðna helgi og náðu ágætis forustu í Serie A. Það verður gríðarlega erfitt að horfa á viðureignir Man Utd og Inter í Champions league. Ég á eflaust eftir að hlægja og gráta og sniffa og snökta og brosa og dansa… þetta verða blendnar tilfinningar en ekkert sem ég hef ekki gert áður svosem, því að þessi sömu lið áttust einnig við árið 1999 sælla minninga þegar Utd sló Inter, Juve og Bayern á leið sinni að evrópumeistaratitlinum.
svo ein mynd hérna í lokin bara fyrir Jón Frímann…
Þangað til næst….