Einu sinni var lítill drengur sem hét Jón… Hann hélt með Man Utd og varð markakóngur á hinu skemmtilega fótboltamóti með fallega nafnið… Tommamótinu, þetta var 1986.
Á þessum tíma var Liverpool aðal liðið og sigraði hvern titilinn á fætur öðrum og Jón þessi ákvað að venda kvæði sínu í kross og byrja að halda með þeim. Þetta voru mistök því að í hönd fór glæstasti tími Man Utd frá upphafi og liðið smellti sér á toppinn. Við þetta varð títtræddur Jón bitur og lagði hatur á þetta fyrrum dáða félag sitt.
Svo liðu mörg ár og Jón veðjaði við vin sinn um fótbolta og hlaut verra af…
Þetta er hann Jón Man fan og þykir mér þetta ansi skemmtileg mynd, ein af mínum uppáhalds ef ég á að segja eins og er… Aldrei að vita nema maður stækki hana og setji í stofuna.
Þangað til næst….
takk fyrir þetta