1.apríl páskar o.s.fr.

Búið að vera svolítið mikið að gera undanfarið. En þetta er nú að róast aðeins núna sem betur fer. Áður en maður veit af er bara kominn 15 apríl og ekkert búið að gerast hérna á þessari síðu.

Við skruppum norður um páskana. Vorum hjá Ninna og Dagmar á fimmtudag og föstudag. Fórum á skíði og tónleika með Hvanndalsbræðrum… Það var gaman.

Fórum svo á Föstudaginn langa inní Bárðardal í sumarbústaðinn. Rétt komumst á Subaru inní dal og svo c.a. klst eftir að við vorum komin var orðið ófært tilbaka. Þannig að Subaruinn minn og Magga voru veðurtepptir í dalnum. Þannig var ástandið þangað til á páskadag að Palli í Víðikeri kom og ruddi afleggjarann þannig að við komumst til Húsavíkur. Svo voru fólksbílarnir bara geymdir í Lundarbrekku það sem eftir var ferðar.
Annars var ferðin bara nýtt í jeppaferðir, torfærur og göngutúra ásamt því að kíkja í veislu á Húsavík og sitthvað fleira. Fínasta ferð barasta.

Barabimm barabúmm

Þangað til næst….

One thought on “1.apríl páskar o.s.fr.

  1. Hæhæ, já þetta var fínasta helgi. Vil bara minna á að ég á subaruinn ! Hehe. (segi þetta á meðan ég má ekki eiga húsið). Hlakka til að sjá myndir úr ferðinni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s