Hvar er Tommi?

Já það er mikið búið að vera í gangi síðan Michael Owen skrifaði undir hjá Man Utd. Við Rúna erum búin að gifta okkur, fara í ferðalag og koma heim aftur.

Brúðkaupið gekk framar vonum og þökkum við öllum þeim sem sáu sér fært að mæta eða senda okkur heillakveðjur alveg kærlega fyrir. Þetta var ÆÐI í einu orði.

Eftir brúðkaupið brunuðum við af stað í ferðalag. Við fórum til Akureyrar á mánudeginum. Gistum hjá Ninna og Dagmar í eina nótt. Á þriðjudeginum æddum við af stað lengra norður og hittum Beggu og Bjössa á laugum. Keyrðum að mývatni og skelltum okkur í jarðböðin. Rúntuðum svo að Dettifossi og svo í Ásbyrgi, tjölduðum á tjaldsvæðinu á Lundi. Á miðvikudeginum keyrðum við Melrakkasléttuna. Stoppuðum stutt á Kópaskeri enda virkaði það sem skítapleis. Fengum okkur að éta á Raufarhöfn, Pilsner á Þórshöfn og stoppuðum svo á Vopnafirði. Á Vopnafirði tjölduðum við til tveggja nátta. Það var æðislegt veður og Vopnafjörður frekar fallegur bær. Svanborg og Ellert sem eru foreldrar Ellenar buðu okkur í svakalega fínan mat og við náðum að belgja okkur út. Á föstudeginum rúntuðum við til Húsavíkur og hreinlega nenntum ekki að fara lengra. Vorum heima hjá afa og ömmu hennar rúnu í 2 nætur og höfðum það ansi fínt. Enn var gríðarlega gott veður. Á sunnudeginum skelltum við okkur inní Bárðardal í bústaðinn þar sem Maggi og Dagný voru með Jósep Dag. Gríðarlega næs. Fórum í fjallaferð að Réttartorfu á sunnudeginum til að grilla með Önnu tengdó og Laugu. Við gistum þar eina nótt. Komum svo aftur í bústaðinn á mánudeginum og chilluðum þar í eina nótt. Á þriðjudeginum skelltum við okkur aftur til Akureyrar til að hitta Ninna og Dagmar. Fórum á Bruno í bíó og út að éta á Strikið. Heví næs. Fórum svo aftur í bústaðinn á miðvikudeginum, tókum fjallarúnt til að sækja göngugarpana Önnu og Laugu. Vorum í chilli í bústaðnum til föstudags. Á föstudeginum keyrðum við yfir Kjöl. Það var rosa gaman. Ég hafði nú aldrei rúntað þessa leið áður. Stoppuðum á Hveravöllum ásamt nokkrum pissustoppum hér og þar. Komum til byggða um 10 leytið og fengum kaffi og meððí á Árbakka. Keyrðum svo til Reykjavíkur og hentum okkur í koju hjá Benna og Iðunni. Komum svo heim á laugardeginum eftir 12 daga ferðalag.

Svo er það bara á Góðri stund um helgina.

útvarp Grundarfjörður

Þangað til næst….

4 thoughts on “Hvar er Tommi?

  1. Sammála Soffa…. það er ekkert að gerast hérna. Ég vil blogg. Komdu með eitt gott föstudagsslúður! 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s