Hvað varð um September???

Eftir að fésbókin kom til sögunnar og bloggið hérna inni minnkaði umtalsvert þá reyndi ég að hafa þann háttinn á að amk ein færsla í mánuði myndi líta dagsins ljós… en nú er það farið líka. Ég gjörsamlega steingleymdi septemberblogginu. Þvílíkur skandall.

Annars er maður búinn að vera á fullu undanfarið. Kláraði EMT-B námskeið um daginn. Var á námskeiði í 3 vikur í Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri, ég bjó hjá Ninna og Dagmar á meðan og þyngdist um 4 kg í leiðinni. Ég vil kenna hreyfingarleysi um en að hluta til er þetta líka matnum hjá Dagmar að kenna (sem var óskaplega góður). Reyndar hafði ég ekki hreyft mig neitt að ráði síðan snemma í ágúst þannig að allt hefur þetta sínar skýringar.
Svo gerðist maður svo gasalega harður að mæta á fótboltaæfingu í gær. Hefði betur sleppt því þar sem að nárinn á mér er algjörlega farinn í steik. Spurning hvað maður gerir í þessu.

En nú er maður semsagt útskrifaður Emergency Medical Technician Basic og er því orðinn löggildur sjúkraflutningamaður…. Sem er gott.

En mikið svakalega er samt gott að vera kominn heim til sín… var farinn að sakna Rúnu og Kristjáns alveg voðalega mikið.
Reyndar veit ég ekki alveg hvernig maður á að taka því að þegar maður er loksins kominn heim þá er ég búinn að heyra það amk þrisvar hvað húsið hafi verið rosalega hreint og fínt á meðan maður var í burtu en þegar ég kem heim þá sé allt í steik… hvað er konan mín að gefa í skyn? Að draslið sé mér að kenna…. hnuuussssss.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s