Að blóta Þorra

Þann 5 febrúar næstkomandi verður 46 þorrablót Hjónaklúbbs Grundarfjarðar haldið. Mér áskotnaðist sá mikli heiður að fá að skemmta liðinu sem verður slafrandi í sig súrum hrútspungum og slátri. Nú hafa staðið yfir þrotlausar æfingar allan janúar mánuð og maður hefur varla haft tíma til að gera neitt annað. Kristján Freyr er búinn að gleyma hver ég er og er farinn að kalla barnapíuna mömmu. Þetta er algjört rugl. En sem betur fer er þetta alveg að verða búið… Það verður örugglega spennufall í mannskapnum þegar þessu verður lokið á laugardaginn.

En þrátt fyrir að þetta sé tímafrekt þá er þetta ógeðslega gaman. Maður er að vinna með þvílíkum snillingum þarna. Mikið hlegið og mikið grín.

Þangað til næst.

One thought on “Að blóta Þorra

  1. Þú ert klikkaður.

    Sá einhversstaðar að búið væri að endurvekja meistaraflokk kvenna þarna í sveitinni og það kom mér gríðarlega á óvart að nafnið þitt kom ekki fram meðal aðila í stjórn þar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s